Undanþága kærð

Undanþága kærð

Leiki rökstuddur grunur á að vélstjóri á undanþágu hafi verið ráðinn í pláss sem réttindamaður sóttist eftir er hægt að kæra ráðninguna til undanþágunefndar.

Að kæra undanþáguveitingu

  • Senda þarf kæru til undanþágunefndar, þar sem fram kemur hver sækist eftir plássinu.
  • Skilyrði þess að kæra sé tekin fyrir er að nafngreindur vélstjóri með réttindi til að gegna umræddri stöðu sækist eftir stöðunni.
  • Undanþágunefnd og þar með talinn fulltrúi VM geta ekkert aðhafst lýsi réttindamaður sig ekki tilbúinn til að gegna starfinu.