Neyðarstig vegna COVID-19

Faraldur COVID-19 af völdum nýrrar kórónaveiru breiðist hratt út. Staðfest er að veiran smitast milli manna og að hún getur valdið alvarlegum veikindum. Sýkingin er nú farin að breiðast út innanlands. Í ljósi þessa hefur embætti ríkislögreglustjóra lýst yfir neyðarstigi almannavarna í samráði við sóttvarnalækni og embætti landlæknis vegna COVID-19.

Því viljum við hjá VM – Félagi vélstjóra og málmtæknimanna, Lögmönnum Jónas & Jónas Þór sf. og Félagi hársnyrtisveina, Stórhöfða 25, biðla til þeirra sem sækja þurfa þjónustu til okkar að athuga fyrst aðrar leiðir en að koma á skrifstofuna.

Hjá VM er öllum fyrirspurnum er svarað í síma 575-9800 og hvetjum við félagsmenn til að hringja frekar en koma. Eins má senda fyrirspurn á netfangið vm@vm.is og er öllum fyrirspurnum svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu.

Á vef FHS klipp.is  má finna allar helstu upplýsingar um þjónustu félagsins. Hægt er að hringja í 588-0806 eða senda tölvupóst á fhs@klipp.is.

Hjá Lögmönnum hægt að hringja í síma 562 9066  eða senda tölvupóst á jj@vm.is.

Á heimasíðu VM er félagavefur og umsóknargátt alltaf opin. Þar er meðal annars hægt að sækja um alla styrki á Umsóknargátt  og orlofskosti á félagavef.

Til að komast inn á Félagavef og Umsóknargátt þarf rafræn skilríki. Einnig er hægt að skanna inn og senda umsóknir og fylgigögn á netfangið vm@vm.is ef rafræn skilríki eru ekki fyrir hendi.

Opnunartími skiptiborðs: Opið frá kl. 9.00 til 16.00, mánudaga til fimmtudaga og 9:00 – 15:00 á föstudögum.

Bréfapóstur: Ef ekki er unnt að nota rafræn samskipti eða hringja er hægt að senda bréf í pósti. Heimilisfangið er Stórhöfði 25, 110 Reykjavík.

Facebook: VM er með síðu á Facebook. Þar deilum við fréttum og öðru efni.