Starfssvið

Starfslýsingar á þessari síðu eru sóttar Bendil.is, sem er mats- og upplýsingakerfi sem m.a. má nota til að afla upplýsinga um nám og störf. Með því að smella á viðkomandi faggrein má sækja starfslýsingu.  

Vélstjórn og viðgerðir

Vélstjórar og vélvirkjar sinna vélstjórn og vélaviðgerðum.

Málmsmíði

Stálsmiðir, rennismiðir, blikksmiðir, málmsuðumenn ásamt málmsteypumönnum starfa við smíði úr málmum.

Netagerðarmenn

starfa á netaverkstæðum og um borð í fiskiskipum við hönnun, framleiðslu, viðhald og viðgerðir á veiðarfærum.

Í námskrám viðkomandi faggreina er störfunum einnig lýst, í skilgreiningum á markmiðum námsins.