Mikilvægt er að stuðla að gagnkvæmri virðingu á vinnustöðum, svo sem með því að auka vitund og skilning á að einelti, áreitni eða ofbeldi er hegðun sem er óheimil á vinnustöðum og að hið sama eigi við um kynferðislega áreitni og ofbeldi.
Í reglugerð nr. 1009/2015 um aðgerðir gegn einelti, áreitni og ofbeldi á vinnustöðum er áhersla lögð á að innan hvers vinnustaðar sé stuðlað að forvörnum og aðgerðum gegn slíkri háttsemi. Atvinnurekandi skal skv. reglugerðinni gera starfsfólki það ljóst að einelti, áreitni eða ofbeldi er óheimil á vinnustað og honum ber skylda til að koma í veg fyrir að slíkt viðgangist á vinnustaðnum.
Vinnueftirlitið hefur leiðbeinandi hlutverk og eftirlitsskyldu í þessum málum, en er ekki úrskurðaraðili um hvort einelti, áreitni eða ofbeldi hafi átt sér stað. Stofnuninni ber að stuðla að og efla forvarnir t.d. með leiðbeiningum og fræðslu og sjá til þess að atvinnurekandi grípi til viðeigandi úrbóta í vinnuumhverfinu þegar við á.
Mikilvægt er að starfsmaður, sem orðið hefur fyrir einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað eða hefur vitneskju um slíkt, upplýsi atvinnurekanda eða vinnuverndarfulltrúa vinnustaðarins, svo hægt sé að bregðast við eins fljótt og kostur er.
Nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins
Enginn á að sætta sig við einelti, áreitni, ofbeldi (2016)
Leiðbeiningar fyrir starfsfólk
No one should accept violence, bullying, harassment (2016)
Guidance for Employees
Nikt nie powinnien akceptować mobbingu, zastraszania i nękania (2016)
Instrukcje dla personelu