Stöðluð umsókn

Ráðningarstofur, stofnanir og stærri fyrirtæki óska oft eftir að sérstök eyðublöð séu fyllt út, óháð því hvort ferilskrá fylgir með eður ei.

Það verður ekki nægilega ítrekað hversu mikilvægt er að vanda til við útfyllingu slíkra eyðublaða, sleppa ekki útfyllingu reita, vanda málfar, skrift og stafsetningu.

Hafðu í huga:

  •  - Að þegar umsóknir eru metnar hefur frágangur umsóknareyðublaðs mikil áhrif á það hvort þú kemst í viðtal.
  •  - Að oftast getur þú tekið umsóknareyðublöðin með þér heim eða prentað þau út af heimsíðu. Þannig er hægt að undirbúa sig betur.
  •  - Að það er enginn minni maður fyrir það að leita sér upplýsinga ef eitthvað er óskýrt, biðja einhvern að lesa yfir fyrir sig, leiðrétta villur og koma með ábendingar.
  •  - Að VM veitir aðstoð við gerð ferilsskrár, umsóknarbréfa og útfyllingu umsóknareyðublaða.
  •  - Að til þess að fá tækifæri til að sannfæra atvinnurekanda um það hversu fullkominn þú ert í tiltekið starf, þarftu að komast í viðtal.

Gögn þessi eru byggð á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson