Starfsferilþróun

Starfsferilþróun - hvers vegna og hvað er það?
Þegar lagt er af stað í JobSeeking, jafnvel í fyrsta skipti, er mikilvægt að að byrja á sjálfskoðun. Hún getur byrjað á eftirfarandi spurningum:

   • Hvaða eiginleika/hæfileika hef ég?
   • Hvað vil ég? / Á hverju hef ég áhuga?
   • Hvar tel ég að hæfileikar mínir njóti sín? / Hvaða starf hentar mér?
   • Hvert vil ég stefna?
   • Hvernig næ ég settu marki?

Með því að meta persónulega eiginleika sína og velta því fyrir sér hvar hæfileikar, áhugi og reynsla njóti sín best er umsækjandinn vel undirbúinn og markvissari í leit sinni að starfi þar sem starfsumhverfi hentar vel, árangur og starfsánægja næst.

Einstaklingur sem hefur skilgreint sjálfan sig og veit hvað hann vill og leitar stöðugt leiða til að ná settum markmiðum, getur á árangursríkan hátt komið sér á framfæri á vinnumarkaðnum og tekist á við ráðningarferlið í heild.

Starfsferilsþróun er að móta sér stefnu til framtíðar í atvinnumálum og vinna markvisst að því að ná þeim markmiðum.

Ef vel tekst til þá sýnir ferilskráin þín að þú stefnir í ákveðna átt og vinnir markvisst að því að ná settum markmiðum.