Kyninngarbréf

Kynningarbréf
Kynningarbréf eða fylgibréf henta vel til að lýsa einstaklingi á stuttan en persónulegan hátt og gefa vísbendingu um ástæður þess að sótt er um tiltekið starf. Megin tilgangurinn er að vekja eftirtekt og áhuga ráðningaraðila svo hann fái áhuga á að hitta sendanda. Mikilvægt er að vanda gerð kynningarbréfsins og gæta þess að það verði ekki endurtekning á því sem stendur í ferilskrá heldur gefi persónulegri mynd af umsækjanda og hæfileikum hans.

Um uppbyggingu og framsetningu kynningarbréfs

  1. Stílaðu bréfið á ákveðinn einstakling.
  2. Vandaðu málfar og stafsetningu.
  3. Gættu þess að það komi skýrt fram hvaða starf þú ert að sækja um og hvers vegna.
  4. Segðu frá því hvaða reynsla ætti að nýtast í umræddu starfi og hvað mælir með þér.
  5. Láttu það koma fram hver markmið þín og eiginleikar eru.
 
Gátlisti fyrir kynningarbréf
  1. Hefur einhver lesið kynningarbréfið vandlega yfir?
  2. Er kynningarbréfið á góðri íslensku og villulaust?
  3. Er kynningarbréfið stílað á ráðningaraðila?
  4. Vekur kynningarbréfið forvitni og áhuga?
  5. Endurspeglar kynningarbréfið áhuga þinn á starfinu eða fyrirtækinu?
  6. Er beðið um viðtal í lokin?
  7. Er kynningarbréfið á einni blaðsíðu?
  8. Ef umsóknin er trúnaðarmál, er það þá tekið fram?
  9. Eru upplýsingar um hjálögð gögn með kynningarbréfi?

Gögn þessi eru byggð á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón Birgi Guðmundsson