Að mörgu er að hyggja þegar sótt er um starf eða þegar leitað er
eftir starfsfólki. Talið er að einungis um 35% starfa séu auglýst
opinberlega, þ.e. í dagblöðum og tímaritum. Það er því
JobSeekingandans að vera duglegur að ,,finna" þessi störf. Hægt er
að fara margar mismunandi leiðir við JobSeeking og ekki nokkur
leið að vita hver þeirra kemur til með að ráða úrslitum. Hitt er
ljóst að þeim mun fleiri leiðir sem reyndar eru, þeim mun meiri
líkur á árangri.
Hér að neðan eru leiðbeiningar til félagsmanna í JobSeeking
en einnig til þeirra sem vilja hugsa fram í tímann og skipuleggja
starfsferil sinn, í stað þess að láta hendingu að mestu ráða við
hvað þeir starfa og hvar.
Fyrsta skrefið í JobSeeking vill oft gleymast, en það er
sjálfskoðun og gerð ferilsskrár. Til þess að ferilskrá og
JobSeekingin öll skili árangri er afar mikilvægt að hafa
eftirfarandi atriði í huga:
Við hvað vil ég vinna?
Svarið er ekki einfalt og nauðsynlegt að hafa æskilega
starfsferilsþróun í huga meðan svörin eru ígrunduð. Með það í huga
má ekki eingöngu leita eftir störfum með ákveðnum titli heldur er
nauðsynlegt að horfa á starfsumhverfið í heild og þá möguleika sem
störf bjóða. Ekki er síður mikilvægt að gera sér grein fyrir því
hvort eitthvað vanti upp á menntun og/eða starfsreynslu svo sett
markmið náist.
Sá sem bíður eftir draumastarfinu getur þurft að bíða
lengi!
Þótt JobSeeking virðist oft flókin þá er hægt að nálgast
vinnuveitendur á markvissan hátt og eftir mismunandi leiðum.
Fyrsta skrefið - Undirbúningur
Hverjir eru styrkleikar mínir og veikleikar?
1. - Hvað vil ég? / Á hverju hef ég áhuga?
2. - Hvar munu hæfileikar mínir njóta sín? /
Hvers konar starf hentar mér?
3. - Hvert er markmið mitt á vinnumarkaði?
Þegar þessum spurningum hefur verið svarað ætti svarið við tveimur
grundvallarspurningum að liggja fyrir:
1. - Í hvers konar umhverfi mun ég helst dafna
og ná árangri?
2. - Í hvers konar umhverfi vil ég helst
starfa?
Annað skrefið - Leiðir fyrirtækja í
ráðningarmálum
Oft er talað um innri og ytri ráðningar. Innri ráðningar eru
stöðuhækkanir, tilfærsla innan fyrirtækis, auglýsingar innan
fyrirtækis, endurráðningar (fyrrverandi starfsmenn ráðnir aftur) og
skyldmenna- og/eða vinaráðningar. Við ytri ráðningar eru notaðar
ráðningarstofur, ábendingar, óumbeðnar umsóknir, auglýsingar,
menntastofnanir (útskriftarnemar ráðnir), verkefnaráðningar og
auglýsingar á internetinu.
Hafðu samband við ráðningarskrifstofur og kannaðu hvort einhver
áhugaverð störf eru í boði, sérstaklega í þeim geira sem þú hefur
áhuga á að vinna í. Skoðaðu heimasíður óskavinnuveitandans og
aflaðu þér upplýsinga eftir öllum leiðum t.d. með því að hafa
samband við starfsmann hjá fyrirtækinu sem þú þekkir eða kannast
við eða spjalla við viðskiptavini fyrirtækisins eða aðra sem þekkja
til.
Þriðja skrefið - Umsóknin
Þegar þú hefur áttað þig á sjáfum þér, óskum þínum, hæfileikum og
áhugasviðum, þá þarftu að kynna þér leiðir óskafyrirtækjanna í
ráðningarmálum. Svo er að sækja um í samræmi við niðurstöðurnar;
viðtal hjá starfsmannastjóra, formleg umsókn lögð inn hjá þeim sem
þú hefur áhuga á að vinna fyrir og/eða skráning hjá
ráðningarstofum.
Mundu
Talið er að einungis 35% allra lausra starfa sé auglýstur í
fjölmiðlum. Í hin 65% ráða fyrirtækin beint eða í gegnum
ráðningarstofur án auglýsinga.
Samantekt þessi byggir á bókinni Frá umsókn til atvinnu eftir Jón
Birgi Guðmundsson