Trúnaðarmenn

Auk kjörinna fulltrúa í stjórnir og ráð félagsins, sinna þrír hópar félagsmanna mikilvægum störfum fyrir félagið. 

Trúnaðarmenn VM

Á 5 til 50 manna vinnustað er starfsmönnum heimilt að kjósa einn trúnaðarmann en tvo þar sem fleiri vinna. Trúnaðarmanni er ætlað að gæta þess að samningar séu haldnir og lög ekki brotin á starfsfólki. Hann er tengiliður starfsfólks við bæði stéttarfélag og atvinnurekanda. Trúnaðarmaður auðveldar samskipti milli aðila, enda á hann jafnan greiða leið að öllum upplýsingum um samninga, kaup og kjör og hvaðeina sem máli kann að skipta. Kveðið er á um réttindi og skyldur trúnaðarmanna í vinnulöggjöfinni.

Sjá nánar um trúnaðarmenn 

Tengiliðir VM 

Hlutverk tengiliða VM er m.a. að vera félaginu innan handar við fundahöld og öflun upplýsinga um hvernig efla megi starfssemi VM á viðkomandi starfssvæði, auk þess sem hann aðstoðar við rekstur orlofshúsa, leggur til efni á heimasíðu og í blöð félagsins. Tengiliðir VM tala máli félagsins en geta ekki skuldbundið það.

Nánari upplýsingar um tengiliði VM

Talsmenn

Margir félagsmenn þekkja rétt sinn og skyldur á vinnumarkaði og eru reiðubúnir að miðla þekkingu sinni til samstarfsmanna. Þessi hópur, þó óskilgreindur sé, er félaginu afar mikilvægur og hefur félagið mikinn áhuga á að efla og stækka þennan hóp og kalla þá talsmenn félagsins. Félagsmenn sem hafa áhuga á að auka þekkingu sína á réttindum og skyldum á vinnumarkaði og þjálfa t.d. samningatækni, framsögu og samskipti stendur ætíð til boða að sækja námskeið á vegum félagsins.