Misjafnt er hvernig skipað er í stjórnir sjóða VM. Stjórn félagsins er jafnframt stjórn verkfalls-, fræðslu- og orlofssjóðs. Sérstök stjórn er aftur á móti skipuð vegna sjúkrasjóðs og skal hún skipuð 5 mönnum. Formaður félagsins er formaður stjórnar og stjórn félagsins skipar einn fulltrúa. Aðalfundur félagsins kýs þrjá fulltrúa og skal kosning fara fram á sama tíma og stjórnarkjör í félaginu.
Stjórn sjúkrasjóðs 2022 til 2024
Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður VM
Kristmundur Skarphéðinsson, HS-Orka hf.
Brynjar Viggósson, Björgun ehf.
Reinhold Richter, Rio Tinto á Íslandi hf.
Valbjörn Jón Höskuldsson, Þorbirni hf.