Lífeyrisnefnd

Lífeyrissjóðanefnd VM er fastanefnd sem starfar allt árið. Stjórn VM skipar a.m.k. sjö fulltrúa í nefndina á fyrsta fundi í janúar ár hvert. Við skipan fulltrúa í nefndina skal gæta þess að þar sitji einstaklingar sem eru stjórnarmenn eða fulltrúar með setu á aðalfundum lífeyrissjóða.
Starfsmenn félagsins skulu vera nefndinni til ráðuneytis.


Hlutverk lífeyrissjóðanefndar VM er að:

  • fjalla um hagsmunamál félagsmanna VM í lífeyrissjóðakerfinu og gera tillögur um þau til stjórnar og fulltrúa VM í lífeyrissjóðum félagsmanna VM,
  • fylgjast með breytingum á reglugerðum og koma með tillögur um afstöðu VM til breytinga fyrir stjórnarmenn og fulltrúa VM í lífeyrissjóðum.
  • gera tillögur um fulltrúa í fulltrúaráð lífeyrissjóða félagsmanna VM til stjórnar VM.

 

Skipaðir fulltrúar í Lífeyrisnefnd VM

Guðmundur Helgi Þórarinsson, formaður 
Guðmundur Ragnarsson
Gylfi Ingvarsson
Haraldur G. Samúelsson
Heimir Pálmason
Ingólfur Kristjánsson
Jóhann Pétur Gíslason
Jón Ragnarsson
Kristján Björnæs Þór
Páll Baldvin Sveinsson
Reinhold Richter
Samúel Ingvason
Sigurður Björgvinsson
Símon Guðvarður Jónsson
Trausti Ingólfsson

Samþykkt á stjórnarfundi VM 15. júní 2017.