Fulltrúaráð VM

Fulltrúaráð VM er stjórn félagsins til ráðgjafar og stuðnings við ýmis stærri málefni í starfsemi félagsins s.s. stefnumótun, kjarasamninga og meiriháttar framkvæmdir á vegum félagsins.

Fulltrúaráð skal skipað stjórnarmönnum og varastjórn félagsins. Einnig trúnaðarmönnum og
tengiliðum félagsins á landsbyggðinni, auk allt að fimm félagsmanna sem stjórn félagsins skipar
og skal skipunartími þeirra sá sami og stjórnar.

Formaður félagsins er jafnframt formaður fulltrúaráðs og boðar hann til fundar þess eftir þörfum en fundir eru haldnir að lágmarki tvisvar sinnum á ári.

Í fulltúaráði VM eru, auk stjórnar og varastjórnar, eftirtaldir félagsmenn.
 
Listi yfir trúnaðarmenn

Listi yfir tengiliði