Starfsendurhæfingarráðgjafar um allt land. Formaður VM hefur skrifað undir yfirlýsingu um þátttöku í samningum um þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Með yfirlýsingunni skuldbindur VIRK sig til að veita félagsmönnum VM sem búa á landsbyggðinni aðgang að þjónustu ráðgjafa sem staðsettir eru um allt land og samið hefur verið um á milli Starfsendurhæfingarsjóðs og stéttarfélaga með starfsstöðvar á viðkomandi svæði. Á undanförnum mánuðum hafa Starfsendurhæfingarsjóður og sjúkrasjóðir stéttarfélaga í sameiningu byggt upp og þróað þjónustu við félagsmenn/sjóðfélaga um allt land með samstarfssamningum sín á milli. Meginmarkmið þessara samninga er að stuðla að því að félagsmenn/sjóðfélaga stéttarfélaganna verði svo virkir á vinnumarkaði sem vinnugeta leyfir með því að skipuleggja þjónustu og veita úrræði fyrir þá einstaklinga sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta skerðist. Sérstök áhersla er lögð á það að koma snemma að málum og koma í veg fyrir að vinnusamband einstaklinga rofni vegna veikinda eða slysa.
|
Hlutverk Starfsendurhæfingarsjóðs er að draga markvisst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku, með aukinni virkni, eflingu endurhæfingar og öðrum úrræðum. Hlutverk ráðgjafa er að veita einstaklingum aðstoð við að viðhalda og efla virkni til vinnu. Hann býður öllum félagsmönnum sem sækja um dagpeningagreiðslur hjá sjúkrasjóði upp á þjónustu og aðstoð, einnig þeim félagsmönnum sem geta ekki eða eiga erfitt með að sinna sínum störfum eins og er vegna heilsu. Það geta verið einstaklingar sem eru í veikindaleyfi eða jafnvel ennþá í starfi. Um er að ræða samvinnuverkefni stéttarfélaganna og Virk, Starfsendurhæfingarsjóðs.
|
Ráðgjafar í starfsendurhæfingu
Upplýsingar um ráðgjafa á Stórhöfða má finna hér
Upplýsingar um ráðgjafa á landsbyggðinni má finna hér
|
Stuðningurinn tekur mið af þörfum og væntingum hvers og eins. En hér eru nokkur dæmi um þann stuðning sem stendur félagsmönnum til boða:
- Ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af aðstæðum einstaklings
- Mat á starfshæfni sem tekur mið af bæði heilsufarslegum og félagslegum þáttum
- Aðstoð við gerð og eftirfylgni einstaklingsbundinnar áætlunar um aukna virkni, heilsueflingu og endurhæfingu
- Aðstoð og leiðbeiningar til að tryggt sé að viðkomandi einstaklingur fái það sem honum ber innan kerfisins
- Aðstoð frá sérfræðingum eftir mat á stöðu einstaklings hverju sinni. Hér getur t.d. verið um að ræða aðstoð lækna, sálfræðinga, iðjuþjálfa, sjúkraþjálfa, félagsráðgjafa, náms- og starfsráðgjafa o.s.frv.
- Aðstoð í formi stuðnings til náms sem hefur það að markmiði að auka vinnugetu einstaklings
- Aðstoð í formi skipulagðrar starfsendurhæfingar þar sem einstaklingurinn, atvinnurekandinn og mismunandi fagaðilar vinna saman við að finna leiðir til aukinnar vinnugetu.
Sjá nánar um Starfsendurhæfingu á vef VIRK.
|
Fræðsluefni Það er mikilvægt að bæði stjórnendur og starfsmenn séu vel upplýstir um mikilvægi góðrar fjarvistarstjórnunar og starfsendurhæfingar á vinnustöðum. Starfsendurhæfingarsjóður hefur útbúið fjölbreytt fræðsluefni fyrir stjórnendur og starfsmenn vegna þessa. Má þar meðal annars benda á eftirfarandi fræðsluefni:
|
- Tíu ráð til að draga úr fjarvistum á vinnustað ábendingar um mikilvæga þætti í mótun fjarvistarstefnu - Vinnum saman inniheldur m.a. leiðbeiningar til stjórnenda varðandi farsæla endurkomu til vinnu eftir veikindi eða slys - Úr veikindum í vinnu inniheldur m.a. leiðbeiningar til einstaklinga með skerta starfsgetu - Fjarvistarsamtalið leiðbeiningar til stjórnenda og starfsmanna um farsælar leiðir til að standa vörð um vinnugetu starfsmanna - Fjarvistarstjórnun, eftir Ingibjörgu Þórhallsdóttur sérfræðing hjá VIRK inniheldur ýmsar upplýsingar sem gagnast við mótun og framfylgni fjarvistarstefnu á vinnustað Ofangreind fræðsluefni er m.a. að finna á síðunni "Fræðsla fyrir stjórnendur" sem er listuð upp í gráa kassanum til vinstri á heimasíðu VIRK.
|