Vegna andláts virks og greiðandi sjóðfélaga (skyndifráfall) greiðast
skv. starfshlutfalli dánarbætur til eftirlifandi maka og/eða barna undir
18 ára aldri sem nema fullum dagpeningum í þrjá mánuði.
Með umsóknareyðublaði þarf að fylgja vottorð/staðfesting Sýslumanns.
Umsóknir og fylgigögn þurfa að berast til Elínar Sigurðardóttur, netfang elin@vm.is
Fyrirvari um ábyrgð varðandi meðferð umsókna/gagna með netpósti.
Vinsamlega athugið að notkun netpósts er ekki örugg leið gagna og VM ábyrgist ekki öryggi trúnaðarupplýsinga sem eru sendar í gegnum netpóst.
Sé um viðkvæmar upplýsingar að ræða, er öruggast að koma með þær á skrifstofu félagsins í eigin persónu.