Orlofssjóður VM

1.1. Sjóðurinn heitir Orlofssjóður Félags vélstjóra og málmtæknimanna (VM) og er eign félagsins.
1.2. Sjóðurinn er stofnaður með sameiningu Félags járniðnaðarmanna og Vélstjórafélags Íslands og orlofssjóða þeirra félaga.
1.3. Sjóðfélagar eru þeir sem greitt er, eða greitt hefur verið af, til sjóðsins.
1.4. Heimili sjóðsins og varnarþing er í  Reykjavík.

2. gr. Markmið

2.1. Markmið sjóðsins er að skapa félagsmönnum og fjölskyldum þeirra aðstöðu og færi  til að njóta orlofs á fjölbreyttan hátt til hvíldar og hressingar á viðráðanlegu verði.
2.2. Til að sinna þessu hlutverki er sjóðnum heimilt að eiga eða leigja orlofsaðstöðu, greiða hluta kostnaðar við orlofsdvöl eða orlofsferðir, allt eftir ákvörðun sjóðstjórnar.               

3. gr. Tekjur sjóðsins

3.1. Samningsbundin gjöld atvinnurekanda til sjóðsins.
3.2. Leigutekjur.
3.3. Vaxtatekjur.
3.4. Aðrar tekjur er til falla.

4. gr. Stjórn og rekstur sjóðsins

4.1. Félagsstjórn fer með stjórn orlofssjóðs og tilnefnir starfsnefndir í einstök verkefni.
4.2. Stjórn sjóðsins ber alla ábyrgð á fjárreiðum sjóðsins.
4.3. Heimilt er að fela skrif­stofu VM fjár­reiður og um­sjón með sjóðnum.
4.4. Halda skal bók­haldi sjóðsins að­skildu frá öðrum fjár­reiðum félagsins.
4.5. Ávallt skulu liggja fyrir gögn um iðgjaldamánuði vegna hvers félagsmanns og réttindi hans til orlofsaðstöðu.
4.6. Stjórn sjóðsins setur reglur um leigu á orlofsaðstöðu. 

5. gr. Reikningar sjóðsins og endurskoðun

5.1. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af löggiltum endurskoðanda eða endurskoðunarfélagi í samræmi við góða endurskoðunarvenju sem í gildi er á hverjum tíma.
5.2. Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu lagðir fram áaðalfundi félagsins áritaðir af löggiltum endurskoðanda.
5.3. Í ársreikningi eða skýringum með honum skal sundurliða sérstaklega tekjur og gjöld vegna mismunandi orlofsaðstöðu.
5.4. Um bókhald reikninga og endurskoðun fer að öðru leyti skv. viðmiðunarreglum ASÍ eins og þær eru á hverjum tíma sbr. 3. mgr. 44. gr. laga ASÍ. 

6. gr. Réttindi sjóðfélaga

6.1. Sjóðfélagar ávinna sér rétt til orlofsaðstöðu í hlutfalli við fjölda greiddra félagsgjaldamánaða. Þeir sem greitt hafa félagsgjald í a.m.k. 10 ár áður en þeir hætta störfum vegna aldurs eða örorku ávinna sér rétt samkvæmt ákvörðun stjórnar.
6.2. Hafi skil eða skilagreinar á gjöldum ekki borist í 6 mánuði og greiðsluskylda launagreiðanda sannast ekki á annan hátt, getur réttur til úthlutunar á orlofsaðstöðu fallið niður þar til greiðsla hefst að nýju.
6.3. Réttur til úthlutunar helst þó iðgjöld berist ekki vegna veikinda eða slysa, atvinnuleysis, fæðingarorlofs eða skólagöngu.

7. gr. Afgreiðsla sjóðsins

Afgreiðsla sjóðsins skal vera á skrifstofu félagsins. Sjóðurinn greiðir kostnað vegna afgreiðslu- og skrifstofuhalds samkvæmt nánari ákvörðun stjórnar. 

8. gr. Gildistaka og breytingar á reglugerð

Reglugerð sjóðsins tekur gildi frá og með 15. október  2006.

Breytingar á reglugerð þessari taka því aðeins gildi, að þær hafi hlotið samþykki aðalfundar VM og ræður einfaldur meirihluti atkvæða.

Þannig samþykkt á stofnfundi 14. október 2006.