Akkur

Akkur_logo.jpg

Akkur, styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.a. rannsóknir og annað sem kemur félagsmönnum VM til góða við nám og störf  til lands og sjávar, auk þess að styrkja brautryðjenda- og þróunarstarf sem hefur samfélagslegt gildi svo og menningarstarfsemi og listsköpun.

Stofnfé Akks er um 146 milljónir króna sem fengust við sölu stofnbréfa í Sparisjóði vélstjóra. Stjórn sjóðsins er heimilt að ráðstafa árlega úr sjóðnum fjárhæð sem nemur allt að 90% af raunávöxtun sjóðsins á liðnu rekstrarári hans.

Sjóðurinn er algerlega sjálfstæð eining með sér fjárhag og stjórn. 

Umsóknir

Úthlutun styrkja árið 2022 er lokið.

Akkur STYRKUR TIL RANNSÓKNAR VERKEFNIS, BRAUTRYÐJENDA- EÐA ÞRÓUNARSTARFS

Akkur styrkur til menningarstarfsemi og listsköpunar

Stjórn Akks

Formaður stjórnar sjóðsins skal vera utan félagsins en aðrir í stjórn sjóðsins eru vélstjórnarmenntaðir.

Í stjórn sjóðsins, sem kosin var á aðalfundi 2021 til 3ja ára, sitja:
  Ólafur Grétar Kristjánsson, formaður,
  Steingrímur Haraldsson og Einar Hilmarsson meðstjórnendur.
  Varamenn eru: Jón Jóhannsson, Sævar Örn Kristjánsson og Andrés Bjarnason

Lög Akks - styrktar og menningarsjóðs VM

Forsaga

Þegar Sparisjóður vélstjóra var stofnaður árið 1961 var hann fyrstu árin til húsa í húsnæði Vélstjórafélags Íslands að Bárugötu 11 í Reykjavík og naut starfskrafta félagsins fyrstu árin. Fyrir þetta hlutverk fyrstu starfsár sjóðsins fékk félagið til eignar 51 stofnbréf í sjóðnum sem síðar fjölgaði í 102 við fjölgun bréfanna.
Þegar stofnbréfin í sparisjóðunum urðu að markaðsvöru seldi félagið 101 bréf sem það fékk 185 milljónir fyrir. Samþykktir sparisjóðanna kveða á um að verðmæti stofnbréfanna sé upphaflegt verð þeirra að viðbættum áföllnum vöxtum frá stofndegi þ.e. þau endurspegli ekki verðmæti sjóðanna líkt og hlutabréf gera.
Það verðmæti sparisjóðanna sem er umfram uppfært verð stofnbréfa þeirra er talið án eiganda og að því beri að skila aftur til samfélagsins. Þess vegna ákvað stjórn Vélstjórafélags Íslands að láta þessa fjármuni renna í sjóð sem síðan styrkti ýmis þjóðþrifamál og verkefni sem hafa samfélagslegt gildi.