Tilkynningar

Vinsamlegast athugið.

Tilkynning frá stjórn orlofssjóðs VM

Frá og með 2. janúar 2020 verða gæludýr leyfð í báðum húsum á Syðri-Reykjum, þ.e. Lækjarbraut 1 og Lækjarbraut 2. Lausaganga gæludýra á svæðinu er stranglega bönnuð. Eigendur skulu þrífa upp eftir sín gæludýr. Gæludýr mega ekki valda öðrum gestum á svæðinu ónæði.

Tilkynning frá stjórn orlofssjóðs VM

Frá 1. janúar 2018 verður eingöngu hægt að leigja orlofseignir á félagavefnum með rafrænum skilríkjum. Lykilorð sem félagsmenn hafa fengið í gegnum tíðina verða gerð óvirk. Þeir sem ekki hafa aðgang að rafrænum skilríkjum þurfa að hafa samband við skrifstofu og ganga frá leigu þar. Einungis félagsmaður og/eða skráður maki í þjóðskrá geta leigt orlofseign. Ekki er heimilt að láta annan aðila annast leigu orlofseigna fyrir sig. Félagsmaður skal ávallt láta vita á skrifstofu eða til umsjónarmanns orlofseigna VM ef hann verður ekki með fjölskyldunni í orlofseigninni sökum vinnu eða annara atburða.

Í ljós hefur komið að einhverjir félagsmenn hafa verið að framleigja orlofseignir til vina og félaga þrátt fyrir að framleiga á leigusamningum sé með öllu bönnuð.

Félagsmanni er óheimilt með öllu að framleigja leigusamning án samþykkis félagsins og við brot á þeirri reglu er tafarlaus brottvísun úr húsi og útilokun félagsmanns frá leigu orlofshúsa og orlofsaðstöðu VM í 3 ár.

Félagsmaður skal hafa leigusamning með sér í orlofshús/íbúðir/tjaldsvæði og framvísa honum ef umsjónaraðili óskar eftir því ásamt persónuskilríkjum.

Orlofshúsin/íbúðir og tjaldsvæði er eingöngu til dvalar og samveru fyrir félagsmann og gesti hans.

Bókanir á vef og bókanir í síma.

Reglan er sú að bókun á vef skal greidd innan 15 mínútna, annars fellur hún niður. Svipaðar reglur verða að gilda um þá sem bóka í gegnum skrifstofu félagsins og þá sem bóka sjálfir í gegnum vefinn. Tímamörk vegna greiðslu á bókunum sem bókaðar eru í gegnum skrifstofu félagsins eru hámark einn sólahringur.

Endurgreiðsla á orlofshúsi

Félagið sér ekki hag í því að sýna óliðlegheit við endurgreiðslu á orlofshúsi. Ef viðkomandi getur af einhverjum ástæðum ekki mætt í húsið, skal hann hafa samband við skrifstofu félagsins áður en dvöl hefst.

Vissir þú að .................

Þú getur bókað og greitt fyrir orlofshús á félagavefnum með bæði kredit- og debetkortum.

Leiga um jól og áramót 

Ekki er hægt að bóka leigu á orlofshúsum um jól og áramót á félagavef.
Fyrir þær bókanir þarf að hafa samband við skrifstofu.