Sumarúthlutun 2022

Opið er fyrir umsóknir að orlofshúsum VM frá 16. mars til og með 3. apríl.
Úthlutað verður 4. apríl og síðasti greiðsludagur er 8. apríl.

12. apríl kl 12:00 verður opnað á bókanir fyrir þá sem fengu synjun.

Vefurinn opnar aftur fyrir almennar bókanir 19. apríl kl 12:00.

Sumartímabilið verður núna frá 17. júní til 19. ágúst.
(Helgarleiga er leyfð frá 19.ágúst 2022)

Skiptidagar eru föstudagar í öllum húsum. 
Íbúðir í Reykjavík fara ekki í úthlutun  heldur verða áfram í dag- og helgarleigu, sama fyrirkomulag og á veturna. Bókanir í íbúðir í Reykjavík opna 19. apríl kl. 12:00 á sama tíma og vefurinn opnar.

Eingöngu er hægt að sækja um orlofshús/íbúðir í gegnum orlofsvef
Munið að eingöngu er hægt að skrá sig inn á félagavef með rafrænum skilríkjum og íslykli

ATH. Ekki er hægt að sækja um ferðastyrk lengur en við höfum tekið upp ferðaávísun í staðinn.
Hægt er að kaupa ferðaávísun í gegnum orlofsvef.

Inneign orlofspunkta ræður því hver fær bústað.

Öllum umsóknum er svarað.