Orlofsaðstaða

Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér orlofsvefinn.

Vegna Kórónuveirunnar byðjum við þá sem dveljast í orlofshúsum félagsins að þrífa extra vel
og sótthreinsa áður en þeir yfirgefa bústaðinn.
Bendum við öllum að kynna sér vel tilmæli frá sóttvarnarlækni.

Hér er hægt að skoða lausar vikur á orlofsvef

VM á úrval íbúða og orlofshúsa um allt land.

Yfirlitsmynd af tjaldsvæði VM á Laugarvatni

Yfirlitsmynd af bústöðum VM á Laugarvatni

Yfirlitsmynd af svæði VM á Laugarvatni

Á Suðurlandi:
Meginorlofshúsabyggð VM er á Laugarvatni, í landi Snorrastaða, þar á félagið 17 hús.
Á Syðri-Reykjum, 14 km austan við Laugarvatn, á félagið tvö stór hús.
Í Ölfusborgum við Hveragerði, á félagið þrjú hús.
Í Reykjavík á félagið 5 íbúðir í Mánatúni.

Á Vestfjörðum:
Í Vatnsfirði, rétt við Flókalund, á félagið hlut í sumarhúsi. Þar er eingöngu sumarleiga.

Á Vesturlandi:
Í Svignaskarði í Borgarfirði, á félagið tvö hús.

Á Norðurlandi:
Á Akureyri á félagið 4 íbúðir við Furulund.
Á Illugastöðum í Fnjóskadal, um 40 km austan við Akureyri.

Á Austurlandi:
Á Úlfsstöðum á Fljótsdalshéraði, miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar.
Á Einarsstöðum á Fljótsdalshéraði, miðja vegu milli Egilsstaða og Hallormsstaðar.
Í Klifabotni í Lóni í Lónsöræfum, um 30 km austan við Höfn í Hornafirði.

Af gefnu tilefni:
Gæludýr eru bönnuð í öllum orlofshúsum VM nema í húsum númer 1 og 2 á Syðri Reykjum!

Kæru félagsmenn athugið að ekki er heimilt að vera með tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, húsbíla eða annars konar gistaðstöðu við sumarhús VM.

Kæru félagsmenn athugið að virða fjölda gistirýma í sumarhúsum.