Uppsagnarfrestur á sjó

Sjómannalög

Samkvæmt 9. grein sjómannalag skal uppsagnarfrestur á skiprúmssamningi vélstjóra vera þrír mánuðir nema um annað hafi sérstaklega verið samið og á það einnig við um skipverja sem starfað hefur sem afleysingamaður í yfirmannsstöðu í níu mánuði samfleytt hjá sama útgerðarmanni.

Um uppsagnir

Við ráðningu í skiprúm skal nota staðlað samningsform.

Ef ekki er um tímabundna ráðningu að ræða er uppsagnarfrestur vélstjóra þrír mánuðir. Uppsögn skal vera skrifleg af beggja hálfu og miðast uppsagnarfrestur við dagsetningu uppsagnarbréfs.

Fari vélstjóri fyrirvaralaust úr starfi eða áður en uppsagnarfrestur er liðinn án lögmætrar ástæðu, á útgerðarmaður rétt á bótum úr hendi vélstjóra er nemi launum fyrir hálfan uppsagnarfrest eða helming þess tíma sem eftir er af uppsagnarfrestinum.

Í kjarasamning VM við SFS
Grein 1.23. Réttindi afleysingamanna
Sé ráðinn afleysingamaður og hafi hann verið lögskráður sem yfirmaður hjá sömu útgerð í 7 mánuði á undangengnum 12 mánuðum með eðlilegri fríatöku öðlast hann öll þau réttindi til að gegna viðkomandi stöðu.