Uppsagnarbréf

Að skrifa uppsagnarbréf

Það er mikilvægt fyrir starfsmenn að standa rétt að því að segja upp störfum. Í uppsagnarbréfi þurfa að koma fram ákveðnar upplýsingar og dagsetningar verða að vera réttar.

Dæmi
Starfsmaður sem hefur þriggja mánaða uppsagnarfrest segir upp 31. ágúst árið 2013. Hann miðar við starfslok, eða síðasta starfsdag, þann 31. nóvember 2013.

Einnig er mikilvægt að starfsmaðurinn haldi eftir eintaki af uppsagnarbréfinu. Því er ráð að prenta bréfið út í tvíriti og láta vinnuveitanda kvitta fyrir móttöku bréfsins á það eintak sem starfsmaðurinn heldur eftir.

Sjá dæmi um uppsagnarbréf starfsmanns