Ráðningarsamningar

Ráðningarsamningar

Atvinnurekanda er skylt að láta starfsmanni í té skriflega staðfestingu á ráðningu og kjörum, annað hvort með sérstöku stöðluðum ráðningarsamningi eða gera við hann skriflegan ráðningarsamning. Slíka staðfestingu skal gera innan tveggja mánaða frá því starfsmaður hóf störf og hvílir þessi skylda á atvinnurekanda.
Ráðningarsamningur verður að vera í samræmi við kjarasamning. Ákvæði í ráðningarsamningi sem kveða á um lakari rétt launamanns en ákvæði kjarasamnings segja til um, eru ógild samkvæmt 1. gr. laga um starfskjör launafólks nr. 55/1980. Að sjálfsögðu er leyfilegt að semja um betri kjör en kjarasamningar gera ráð fyrir.

Í ráðningarsamningi skal tilgreina eftirfarandi atriði:
   •Samningsaðilar, þ.e. nöfn starfsmanns og fyrirtækis
   •Vinnustaður og heimilisfang vinnuveitanda
   •Titill, staða, tegund starfs eða stutt starfslýsing
   •Upphaf starfs
   •Lengd ráðningar sé hún tímabundin
   •Orlofsréttur
   •Uppsagnarfrestur
   •Mánaðar- eða vikulaun
   •Lengd venjulegs vinnudags eða vinnuviku og starfsstöð
   •Lífeyrissjóður starfsmanns
   •Eftir atvikum, gildandi kjarasamningur eða sá samningur sem lagður er til grundvallar 
    persónubundnum samningi
   •Verkalýðsfélag starfsmanns

Ráðningarsamningar - hvað ber að varast við gerð þeirra
Sýnishorn af stöðluðum ráðningarsamningi