VM Félag vélstjóra og málmtæknimanna er meðal stærstu fag- og stéttarfélaga landsins. Vélstjórar og málmiðnaðarmenn eiga margt sameiginlegt bæði í námi og á vinnumarkaði. Nám þeirra skarast að hluta og málmiðnaðarmenn og vélstjórar starfa iðulega á sömu vinnustöðum.
VM vinnur að kjaramálum félagsmanna á fjölbreyttan og faglegan hátt. Auk hefðbundinnar kjarasamningagerðar og hagsmunagæslu er lögð áhersla á persónulega þjónustu við gerð ráðningarsamninga og aðstoð og leiðbeiningar við gerð atvinnuumsókna.
Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér félagavefinn.
VM á úrval íbúða og orlofshúsa um allt land.
Starfsemi stéttarfélaga er margþætt því hlutverk þeirra, að semja um laun og starfskjör félagsmanna og gæta hagsmuna þeirra á vinnumarkaði, er víðfeðmt. Hluti af starfsemi VM er rekstur sjóða sem gagnast félagsmönnum. VM rekur fjóra sérsjóði, auk styrktar- og menningarsjóðs.
VM er landsfélag sem er opið öllum sem lokið hafa viðurkenndu vélstjórnarnámi, iðnnámi í málm- og véltæknigreinum, bílgreinum, veiðafæragerð, báta- og skipasmíði svo og námsmönnum og öðrum þeim sem starfa í greinunum.
Félagsmenn VM sinna fjölbreyttum störfum við vélstjórn, vélaviðgerðir, málmsmíði og netagerð. Efni um vinnumarkað félagsmanna spannar vítt svið og varðar starfssvið þeirra og menntun, atvinnumöguleika, lög um starfsréttindi og almenn lög um réttindi og skyldur á vinnumarkaði.
Vinsamlegast skráðu þig inn
VM, Félag vélstjóra og málmtæknimanna - Stórhöfða 29 - 110 Reykjavík - 540 0100 fax 540 0194 Netfang: vm@vm.is Opnunartími skrifstofu Facebook