Viðburðir 2022
miðvikudagur, 21. desember 2022
Niðurstaða atkvæðagreiðslu um Almenna kjarasamning VM.
Alls tóku 777, eða 39,60% þeirra sem voru á kjörskrá, þátt í kosningunni.Já sögðu 595 eða 76,58% þeirra sem greiddu atkvæði.Nei sögðu 146 eða 18,79% þeirra sem greiddu atkvæði.
þriðjudagur, 13. desember 2022
Félagsfólk iðnaðarmannafélaga
Kosningin hefst kl. 11.00 þann 14. desember og stendur yfir til kl. 12.00 þann 21. desember.
Kosning fer fram á mínum síðum. Frekari upplýsingar á heimasíðu félagsins.
mánudagur, 12. desember 2022
Samflot iðn- og tæknifólks, VR og Landssamband íslenskra verslunarmanna hafa undirritað kjarasamning við Samtök atvinnulífsins. Um er að ræða skammtímasamning sem gildir frá 1. nóvember 2022 og rennur út 31. janúar 2024.
Samningurinn felur í sér umtalsverðar kjarabætur.
þriðjudagur, 6. desember 2022
Opinn sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur verður haldinn fimmtudaginn 15. desember klukkan 17.00 á Grand Hótel Reykjavík.
Dagskrá:
Staða og starfsemi sjóðsins á árinu 2022
Breytingar á samþykktum sjóðsins - staðan
Breytingar á lögum um lífeyrissjóði um næstu áramót - kynning
Sjóðfélagar eru hvattir til að taka mæta og kynna sér stöðu og rekstur sjóðsins.
miðvikudagur, 23. nóvember 2022
Kjarakönnun VM meðal félagsmanna sem starfa í landi er nú í gangi. Eins og undanfarin ár hefur VM falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd könnunarinnar.
Félagsvísindastofnun hefur sent þátttakendum tölvupósta með slóð á könnunina (og ítrekanir á þá sem ekki hafa tekið þátt), dagana 9., 14. og 17. nóvember.
föstudagur, 4. nóvember 2022
Bransadagar Iðunnar fara fram í fyrsta sinn í ár með fjölbreyttri fræðslu helgaðri sjálfbærni í iðnaði.
Á bransadögum koma saman ólíkar iðngreinar og setja sjálfbærni í brennidepil; prent- og miðlunargreinar, matvæla- og veitingagreinar, bygginga- og mannvirkjagreinar, málm- og véltæknigreinar og bílgreinar.
þriðjudagur, 1. nóvember 2022
Þann 1. nóvember kl. 11.00 opnar fyrir bókanir í orlofshús/íbúðir, orlofstímabilið frá 6. janúar – 26. maí nk., að páskum undanskildum. Íbúðir í Reykjavík opna á orlofstímabilið 6. janúar – 25. ágúst.
þriðjudagur, 27. september 2022
Í vikunni fengu nemendur í grunndeild málm- og véltæknigreina í VMA að gjöf heilgalla sem þeir nota í verklegum kennslustundum í VMA. Að gjöfinni standa VM, FMA og FIT.
Jóhann Sigurðsson formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri (FMA) segir ánægjulegt að geta stutt við starf málmiðnbrautar VMA og nemendur hennar með þessum hætti.
miðvikudagur, 21. september 2022
VIRK bíður starfsfólki og stjórnendum aukinn stuðning í forvarnarskyni til að efla starfsfólk og stjórnendur, auka vellíðan í vinnu og koma í veg fyrir brotthvarf af vinnumarkaði.
Í boði er stuðningsefni á velvirk.
þriðjudagur, 9. ágúst 2022
Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 5.ágúst á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar. Fín þátttaka var á mótinu, keppt var í höggleik og punktakeppni.Sigurvegari VM mótsins var Sigurbjörn Theodórsson og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.