Viðburðir 2021

Jólastyrkur fagfélaganna.jpg

mánudagur, 27. desember 2021

Jólastyrkur fagfélaganna

Iðnfélögin í Húsi Fagfélaganna veittu að þessu sinni SÁÁ sameiginlegan styrk í tilefni jólanna og vilja með því styðja hið mikilvæga starf sem samtökin standa fyrir en eins og kunnugt er hafa samtökin dregið sig út úr samstarfi um rekstur spilakassa og því orðið fyrir tilsvarandi tekjumissi.

jolakulur.jpg

miðvikudagur, 22. desember 2021

Opnunartími á skrifstofu VM um jól og áramót

Fimmtudagur  23.des. frá kl. 08:00 – 12:00 Mánudaginn 27.des frá kl. 10:00 – 16:00 Þriðjudaginn 28. Des frá kl. 08:00 – 16:00 Miðvikudaginn 29.des frá kl. 08:00 – 16:00 Fimmtudaginn 30. des frá kl.

Logo VM

miðvikudagur, 15. desember 2021

Lokadagur umsókna í sjóði VM á árinu 2021 er 17. desember!

Skila verður umsóknum, vottorðum og öðrum gögnum í sjúkrasjóð og fræðslusjóð VM í síðasta lagi föstudaginn 17. desember n.k. svo hægt verði að greiða út styrki í desember. Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2021 verður fimmtudaginn 23. desember.

NMF-Rvik-nov21.jpg

mánudagur, 8. nóvember 2021

Fundur Norræna vélstjórasambandsins

Norræna vélstjórasambandið (NMF) fundaði á Íslandi dagana 1. og 2. nóvember. Sambandið var stofnað í febrúar 1919 og innan vébanda þess eru um 30.000 vélstjórar í Danmörku, Svíþjóð, Noregi, Finnlandi, Íslandi og Færeyjum.

VM_logo_an_stafa-small.jpg

þriðjudagur, 7. september 2021

Uppstillinganefnd VM hefur hafið störf

Uppstillingarnefnd VM kallar eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: formanns VM tímabilið 2022-2026 og stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2022 til 2024. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að leita til einhvers af nefndarmönnum.

20210806_183002.jpg

mánudagur, 9. ágúst 2021

Golfmót VM 2021 úrslit

Hið árlega golfmót VM var haldið föstudaginn 6.ágúst á Hvaleyrarvelli, Golfklúbbnum Keili. Mjög fín þátttaka var á mótinu. Sigurvegari VM mótsins var Daði Granz og hlaut hann að launum hinn eftirsótta farandbikar VM.

Logo VM

mánudagur, 5. júlí 2021

Kjarasamningur við ÍSAL samþykktur

Kosningu um kjarasamning VM, FIT og Rafiðnaðarsambandsins við ÍSAL lauk klukkan 10:00 5. júlí 2021.Á kjörskrá voru 98 og tóku 79 þeirra þátt í kosningunni. Þátttaka því rúm 80%. Já sögðu 58, eða 73,42% þátttakenda.