Viðburðir 2020
föstudagur, 18. desember 2020
Undirritaður var samningur við Sorpu í dag 18. desember.
Samningaviðræður hafa verið í gangi síðan í apríl á þessu ári, samningurinn verður kynntur fyrir félagsmönnum VM hjá Sorpu á mánudaginn og mun kosning um hann fara fram í framhaldi að því.
miðvikudagur, 16. desember 2020
Iðan fræðslusetur hefur aðlagað eldri námskeið og bætt við nýjum námskeiðum sem boðin eru í fjarnámi.
Kristján Kristjánsson sviðsstjóri málm og véltæknisviðs Iðunnar segir að þau námskeið sem hafi verið haldin hafi mælst vel fyrir og mikið verið af fyrirspurnum um fleiri námskeið og aukin fjölbreytileika hjá sviðinu.
þriðjudagur, 1. desember 2020
Fullt ársstarf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Uppbótin greiðist eigi síðar en 15. desember ár hvert, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem verið hafa samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember.
fimmtudagur, 26. nóvember 2020
Á fundi stjórnar VM þann 19. nóv s.l. var ákveðið að styrkja innanlandsstarf Hjálparstofnunar kirkjunnar um 1.000.000 kr. fyrir þessi jól.
Í desember aðstoðar Hjálparstarf kirkjunnar fólk sem býr við kröpp kjör sérstaklega svo það geti gert sér dagamun yfir hátíðirnar.
föstudagur, 20. nóvember 2020
Skila verður umsóknum, vottorðum og öðrum gögnum í sjúkrasjóð og fræðslusjóð VM í síðasta lagi þriðjudaginn 15. desember n.k. svo hægt verði að greiða út styrki í desember.
Útborgun styrkja og dagpeninga í desember 2020 verður þriðjudaginn 22. desember.
mánudagur, 16. nóvember 2020
Auglýst er eftir umsóknum um styrki úr
Vinnustaðanámssjóði.
Sjóðurinn veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi skv. aðalnámskrá framhaldsskóla.
föstudagur, 6. nóvember 2020
Útgerðin Hraðfrystihúsið-Gunnvör hf. hefur neitað að afhenda skipsdagsbók Júlíusar Geirmundssonar ÍS 270 fyrir sjópróf sem mun fara fram vegna hópsmits um borð í togaranum. Skylda útgerðarinnar til að afhenda skipsdagbókina er skýr samkvæmt siglingalögum.
mánudagur, 2. nóvember 2020
Akkur, styrktar- og menningarsjóður VM, úthlutar árlega fjárstyrkjum til rannsóknarverkefna, brautryðjenda- og þróunarstarfa, menningarstarfsemi og listsköpunar. Markmið og verkefni sjóðsins er að styrkja m.
föstudagur, 30. október 2020
SFS og stéttarfélög sjómanna hafa uppfært leiðbeiningar varðandi smitgát um borð í fiskiskipum. Hafa uppfærðar leiðbeiningar verið sendar til allra útgerða innan SFS.Hvetjum við ykkur til þess að kynna ykkur leiðbeiningarnar.
miðvikudagur, 28. október 2020
Stéttarfélög skipverja á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa sent kröfu til Héraðsdóms Vestfjarða að fram fari sjópróf vegna hópsmits um borð í togaranum og jafnframt sent lögreglustjóranum á Vestfjörðum kæru þar sem útgerð og fyrirsvarsmenn hennar eru kærð til lögreglu vegna mögulegra brota á sjómannalögum, sóttvarnarlögum og almennum hegningarlögum.