Viðburðir 2019
fimmtudagur, 12. desember 2019
Á félagsfundum í kringum jól og áramót er hefð fyrir því að ræða málefni vélstjóra fiskiskipa og önnur mál.
Desember 2019
Hornarfjörður fimmtudaginn 19. des.
Fundarstaður Pakkhúsið
Kl. 17:00 Léttar veitingar í boði VM eftir fundinn.
miðvikudagur, 4. desember 2019
Í gær þriðjudaginn 3. desember var skrifað undir kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtæki þeirra.
VM er með tvo kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur. Annar samningurinn nær yfir Vélfræðinga en hinn nær yfir málmtæknimenn.
miðvikudagur, 13. nóvember 2019
Sjóðfélaga- og fulltrúaráðsfundur Gildis árið 2019 verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 20. nóvember kl. 17.00
Dagskrá:
Staða og starfsemi Gildis
Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis
Samspil ellilífeyris almannatrygginga og lífeyrissjóða
Henný Hinz, hagfræðingur ASÍ
Nýtt fyrirkomulag við val á stjórnarmönnum og hlutverk fulltrúaráðs
Árni Hrafn Gunnarsson, lögfræðingur Gildis
Fundarstjóri: Áslaug Hulda Jónsdóttir, stjórnarmaður í Gildi.
föstudagur, 8. nóvember 2019
Dagbækur VM fyrir árið 2020 eru komnar.
fimmtudagur, 17. október 2019
Miðvikudaginn 16. október skrifaði VM undir kjarasamning við SA vegna vélstjóra á kaupskipum.
Í framhaldinu fer samningurinn í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VM á kaupskipum. Félagið mun kynna sérstaklega þegar atkvæðagreiðsla hefst með tölvupósti.
föstudagur, 11. október 2019
Uppstillingarnefnd VM kallar eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2020 til 2022.
Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að leita til einhvers af nefndarmönnum.
föstudagur, 27. september 2019
VM Þingið var haldið á Hótel Selfossi dagana 13. og 14. september sl. Á þinginu var fjallað um fjórðu iðnbyltinguna og áhrif hennar á störf og vinnumarkað félagsmanna VM. Vélstjórar á fiskiskipum ræddu sérstaklega um verðlagsmál á fisk.
fimmtudagur, 12. september 2019
Á ráðstefnunni bera sérfræðingar saman bækur sínar og alla um bestu leiðir til þess að verjastog vinna með tæringu í málmum. Tekin verða raunhæf dæmi úr hinum ýmsu atvinnugreinumog greint frá vandamálum og lausnum er varða tæringu.
fimmtudagur, 5. september 2019
Alþjóðasiglingadagurinn er í ár helgaður konum með þemanu „Empowering women in the maritime community“. Af því tilefni standa Siglingaráð og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið fyrir ráðstefnu fimmtudaginn 26. september undir yfirskriftinni Hvað er svona merkilegt við það?
Á ráðstefnunni verður fjallað um sögu íslenskra kvenna á sjó og erlendir og innlendir fyrirlesarar segja frá starfsvali sínu og reynslu af samvinnu og sambúð kynjanna í siglingum.
fimmtudagur, 29. ágúst 2019
Verðlagsstofa skiptaverðs hefur tekið saman hráefnisverð og afurðaverð fyrir makríl á Íslandi og Noregi fyrir árin 2012-2018. Verðupplýsingar makríls á Íslandi eru unnar upp úr vigtar- og ráðstöfunarskýrslum innsendum af aflakaupa til Fiskistofu.