Viðburðir 2018
þriðjudagur, 3. júlí 2018
Síðasti áfangi hækkunar á mótframlagi atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks á almennum vinnumarkaði kom til framkvæmda þann 1. júlí 2018 en þá hækkaði framlagið um 1,5% og er nú orðið 11,5%. Skylduiðgjald til lífeyrissjóðs nemur því nú samtals 15,5% sem skiptist í 4% iðgjald launamanns og 11,5% mótframlag atvinnurekenda.
mánudagur, 18. júní 2018
Golfmót VM verður haldið á Hlíðavelli, Golfklúbbi Mosfellsbæjar, þann 10. ágúst 2018.
Ræst verður út frá kl. 12:00 til 14:00
Þátttökugjald er kr. 4.900. (greitt á mótsstað)
Þátttakendur eru hvattir til að skrá sig tímanlega.
mánudagur, 4. júní 2018
Ferð eldri félaga VM verður farin fimmtudaginn 28. júní
Lagt verður af stað frá Stórhöfða um klukkan 9:00. Þaðan verður ekið til Þingvalla þar sem farið verður í stutta göngu niður Almannagjá og síðan upp á Lögberg.
laugardagur, 2. júní 2018
VM - Félag vélstjóra og málmtæknimanna óskar sjómönnum og fjölskyldum þeirra til hamingju með daginn.
þriðjudagur, 29. maí 2018
Þann 1. maí 2018 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þetta þýðir að laun sem greidd eru út eftirá koma til með að hækka í útborgun sem framkvæmd er um þessi mánaðarmót (maí/júní). Við hvetjum félagsmenn eindregið til þess að fylgjast með því að laun hækki og að öll laun hækki sem þessu nemur.
miðvikudagur, 16. maí 2018
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Skráðu þig á www.bjargibudafelag.is
Skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.
mánudagur, 14. maí 2018
Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil.
miðvikudagur, 9. maí 2018
Hér eru myndir frá 1.
mánudagur, 30. apríl 2018
Alþýðusambandi Íslands hafa borist tilkynningar um 1. maí hátíðarhöld í meira en 30 sveitarfélögum á landinu. Þar fyrir utan eru stóru stéttarfélögin í Reykjavík öll með vegleg kaffisamsæti víðsvegar um borgina eftir að útifundinum á Ingólfstorgi líkur.
föstudagur, 27. apríl 2018
Dregið hefur verið úr innsendum umsóknum um námsstyrk til útskriftarnema í vél- og málmtæknigreinum 2018, alls bárust okkur 25 umsóknir.
Eftirtaldir hlutu styrk að þessu sinni.