18.12.2018

MYNDIR Á HÁALOFTI

Í bókinni MYNDIR Á HÁALOFTI er sögð saga íslenskrar alþýðufjölskyldu á seinni hluta 19. aldar og fyrri hluta þeirrar 20., saga Guðmundar Viborg listamanns og fyrsta vélstjóra á Íslandi, konu hans og barna.

Guðmundur lærði vélstjórn hjá Norðmönnum á árunum 1886-1888, þegar hann starfaði á hvalveiðistöð þeirra á Langeyri við Álftafjörð. Þaðan flutti hann til Ísafjarðar og vann sem vélstjóri á bátum Ásgeirsverslunar. Þar hannaði hann m.a. fiskþvottavél sem var í notkun þar í nokkur ár.

Í lífi fjölskyldunnar skiptust á ástir og sorgir, væntingar og brostnar vonir, skilnaður og nýtt líf í Reykjavík og í Kanada. Sagan teygir anga sína vestan af fjörðum, suður í Borgarfjörð, á skip barónsins á Hvítárvöllum, til Reykjavíkur og vestur um haf, í átök fyrri heimstyrjaldarinnar og aftur heim til Íslands.

Bókin er boðin félögum í VM á vildarkjörum, 5.000 kr. eintakið.
Bókina má panta á urdur@urdur.is eða í símum 565 4625 og 692 7770.