26.11.2018

Þjónustugjöld banka hækka mikið – og góð ráð til að lækka bankakostnaðinn

Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á verðskrám bankanna sýnir að þjónustugjöld hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankakerfinu á síðustu árum með mikilli fækkun útibúa og starfsmanna.

Dýrt er að sækja sér þjónustu í útibú eða í símaver en gjöld tengd slíkri þjónustu hafa hækkað mikið á síðustu árum auk þess sem ýmsir þjónustuliðir hafa bæst við sem ekki voru til áður. Þá rukka bankarnir viðskiptavini ennþá fyrir ýmsan kostnað sem á ekki við í dag eins og FIT kostnað. Gjaldskrár bankanna eru þar að auki afar flóknar og ógagnsæjar sem gerir neytendum erfitt fyrir að átta sig á kostnaði eða gera samanburð milli banka.

Sjá nánar hér