Viðburðir 11 2018
föstudagur, 30. nóvember 2018
Í gær 29. nóvember birtist forvitnileg grein í morgunblaðinu um að Magnús Helgi Árnason héraðsdómslögmaður, sagði sig úr stjórn Vinnslustöðvarinnar fyrr í mánuðinum, sagði Magnús að ástæða úrsagnar sinnar tengjast afstöðu annarra stjórnarmanna til tillögu hans þess efnis að stjórnin fæli endurskoðendum félagsins að kanna hvort Vinnslustöðin ætti í viðskiptum við fyrirtækið Gordon Trade and Management LLP (GTM) sem skráð er í Bretlandi.
mánudagur, 26. nóvember 2018
Úttekt verðlagseftirlits ASÍ á verðskrám bankanna sýnir að þjónustugjöld hafa hækkað langt umfram vísitölu neysluverðs þrátt fyrir mikla hagræðingu í bankakerfinu á síðustu árum með mikilli fækkun útibúa og starfsmanna.
þriðjudagur, 13. nóvember 2018
Sjóðfélagafundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík, miðvikudaginn 28. nóvember klukkan 17:00.
mánudagur, 5. nóvember 2018
Frá og með 2. janúar 2019 verða gæludýr leyfð í húsinu að Lækjarbraut 1 á Syðri-Reykjum. Lausaganga hunda á svæðinu er stranglega bönnuð. Eigendur skulu þrífa upp eftir sína hunda. Hundar mega ekki valda öðrum gestum á svæðinu ónæði.