24.10.2018

ASÍ þing hefst í dag

Þing Alþýðusam­bands Íslands (ASÍ) hefst í dag klukkan 10. Fyr­ir ligg­ur að um 300 þing­full­trú­ar úr 48 stétt­ar­fé­lög­um munu kjósa nýja for­ystu­menn ASÍ á föstu­dag. VM á 14 fulltrúa á þinginu og ljóst er að mikil eftirvænting er fyrir þinginu enda stór verkefni sem bíða þingsins.

Málefnahópar þingsins verða fimm: Tekjuskipting og jöfnuður, tækniþróun og skipulagi vinnunnar ásamt jafnvægis á milli atvinnuþátttöku og einkalífs/fjölskyldulífs, heilbrigðisþjónusta og velferð og húsnæðismál. Jafnframt verður laganefnd starfandi á þinginu.

Bein útsending frá þinginu fer fram í gegnum streymi. Hægt er að horfa á útsendinguna hér