Viðburðir 05 2018
þriðjudagur, 29. maí 2018
Þann 1. maí 2018 hækkuðu laun á almennum vinnumarkaði um 3%. Þetta þýðir að laun sem greidd eru út eftirá koma til með að hækka í útborgun sem framkvæmd er um þessi mánaðarmót (maí/júní). Við hvetjum félagsmenn eindregið til þess að fylgjast með því að laun hækki og að öll laun hækki sem þessu nemur.
miðvikudagur, 16. maí 2018
Bjarg íbúðafélag hefur opnað fyrir skráningu á biðlista. Reiknað er með afhendingu fyrstu íbúða í júní 2019. Skráðu þig á www.bjargibudafelag.is
Skráningar sem berast fyrir 31. júlí 2018 fara í pott og verður þeim sem þá hafa skráð sig raðað í númeraröð með úrdrætti.
mánudagur, 14. maí 2018
Á námskeiðinu er farið í gegnum bæði fræðilega og verklega hlið á hönnun og rekstri kælikerfa framtíðarinnar með CO2 sem kælimiðil. Þetta námskeið veitir þér grunnþekkingu í hönnun, gangsetningu, rekstri og viðhaldi kælikerfa sem nota CO2 sem kælimiðil.
miðvikudagur, 9. maí 2018
Hér eru myndir frá 1.