Viðburðir 2015

þriðjudagur, 22. desember 2015

Opnunartími VM um jól og áramót

Opnunartími VM um jól og áramót Miðvikudaginn 23.des. frá kl.08:00–12:00 Mánudaginn 28.des. frá kl.08:00–16:00 Þriðjudaginn 29.des. frá kl.08:00–16:00 Miðvikudaginn 30.des. frá kl.08:00–16:00 Lokað er  24. des.

föstudagur, 18. desember 2015

Félagsfundir VM um jól og áramót

Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum. Á fundum félagsins um jól og áramót er lögð áhersla á málefni vélstjóra á sjó 28. desember   Hornafjörður  kl. 12:00 til 14:00    Fundarstaður:  Pakkhúsinu á Höfn  28. desember  Reyðarfjörður kl.

miðvikudagur, 2. desember 2015

Útgreiðsla styrkja í desember

Rétt eins og undanfarin ár munu styrkir sjúkra- og fræðslusjóðs verða greiddir út þriðjudaginn 22.desember vegna hátíðahalda. Síðasti skiladagur umsókna er þriðjudaginn 15.desember.

mánudagur, 16. nóvember 2015

Fundur uppstillingarnefndar

VM boðar til félagsfundar þann 24. nóvember n.k. kl.20:00 í VM húsinu, Stórhöfða 25, Reykjavík. DagskráKynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til stjórnar og varastjórnar VM fyrir tímabilið 2016 til 2018. Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmenn sem ekki eru á lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning 20 fullgildra félagsmanna VM.

fimmtudagur, 8. október 2015

Íslandsmót í Málmsuðu 2015

Íslandsmótið í Málmsuðu verður haldið daga 23.-31. október næstkomandi. Keppnin verður á ýmsan hátt með breyttu sniði frá því sem að menn hafa átt að venjast. Keppnin er nú haldin á tveimur stöðum á landinu, þann 23. október í Verkmenntaskólanum á Akureyri og þann 31. október hjá Iðunni Fræðslusetri í Reykjavík.

þriðjudagur, 6. október 2015

Vélstjórn í 100 ár

Málstofa í tilefni 100 ára menntunarsögu vélstjóraFöstudaginn 9.október kl. 13.00Grand Hótel Reykjavík Allir velkomnir   Dagskrá:         1. Ávarp skólameistara 2. Sagan og samfélagið             Dr.

miðvikudagur, 16. september 2015

Uppstillinganefnd VM hefur hafið störf

Uppstillingarnefnd VM kallar eftir tillögum og tilnefningum frá félagsmönnum vegna framboða til: stjórnar og varastjórnar VM tímabilið 2016 til 2018. Þeir félagsmenn sem hafa áhuga á að bjóða sig fram eru beðnir að leita til einhvers af nefndarmönnum.

föstudagur, 11. september 2015

FÉLAGSFUNDUR VM

 Boðað er til félagsfundar vegna kynningar á nýundirrituðum kjarasamningi VM við SA   >> Þriðjudaginn 15. september í Reykjavík VM, Stórhöfða 25, 3. hæð. kl. 20.00 Fundurinn verður sendur út í beinni á heimasíðu félagsins, www.

föstudagur, 11. september 2015

Framkvæmdir á Laugarvatni

Nú eru að hefjast framkvæmdir á Laugarvatni og rétt er að benda gestum, sérstaklega eldri félagsmönnum sem bóka í miðri viku á að það gæti orðið ónæði vegna framkvæmda, virka daga í húsum nr. 2. og 3. í  vetur.

fimmtudagur, 27. ágúst 2015

Ertu með réttindi?

  Raunfærnimat getur hjálpað þér að ljúka iðnnámi.   Getur þú staðfest 5 ára fullt starf í iðninni með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti? Ertu 25 ára eða eldri? Langar þig að ljúka námi í þínu fagi? Mættu á kynningarfund um raunfærnimat hjá IÐUNNI fræðslusetri 2. september nk.