Viðburðir 2014

fimmtudagur, 18. desember 2014

Gestir orlofshúsa vinsamlegast athugið

Sökum mikillar ofankomu undanfarna daga er færð í kringum orlofshúsin víða þung.Snjómokstur verður ekki á orlofssvæði VM yfir hátíðisdagana , farið því ekki af stað á vanbúnum bílum.

miðvikudagur, 3. desember 2014

Rafbæklingur um stjórnun streitu

Streita og andleg heilsufarsvandamál eru alvarlegustu heilsufarsvandamál hjá um fimmtungi fólks á vinnumarkaði í Evrópu. Streita getur valdið fjarveru frá vinnu, lélegum starfsanda og minni afköstum svo fátt eitt sé nefnt.

þriðjudagur, 25. nóvember 2014

Aðalfundur Kælitæknifélags Íslands

Aðalfundur Kælitæknifélags Íslands og fagleg erindi Stjórn Kælitæknifélags Íslands boðar til aðalfundar Þriðjudaginn 02. Desember 2014 Fundurinn hefst kl. 19:30 og verður í sal á 4. hæð hjá VM (Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna) að Stórhöfða 25.

fimmtudagur, 20. nóvember 2014

Sveigjanleg starfslok - ráðstefna

Þriðjudaginn 25. nóvember stendur ASÍ, Landssamband lífeyrissjóða, Félaga eldri borgara, SA og fleiri fyrir ráðstefnu á Hótel Natura um sveigjanleg starfslok og atvinnumál 60 ára og eldri. Dagskrá ráðstefnunnar.

fimmtudagur, 2. október 2014

Þetta er ekki réttlátt!

ASÍ hefur undanfarið birt auglýsingar þar sem bent er á ýmisatriði fjárlagafrumvarpsins þar sem farið er gróflega gegnhagsmunum launafólks og fjöldi stéttarfélaga á landinu hefurmótmælt fjárlagafrumvarpinu.

mánudagur, 29. september 2014

Fréttabréf Virk

Fjöldi einstaklinga sem eru í þjónustu hjá Virk núna 2014 eru 2.313. Af þeim komu 61 í þjónustu árið 2011 og 15 árið 2010. Heildarfjöldi einstaklinga sem hafa verið nýskráðir hjá Virk í þjónustu er 6.994 og af þeim hafa verið útskrifaðir í heildina 3.418 en 1.424 hafa afþakkað aðstoð.

miðvikudagur, 10. september 2014

Vél- og málmtækninámskeið IÐUNNAR

Námskeiðahald IÐUNNAR á haustönn er hafið.IÐAN býður einnig sérnámskeið sniðin að þörfum hvers fyrirtækis. Sjá námskeiðaframboð málm- og véltæknisviðs hérDagsetningar allra námskeiða liggja ekki fyrir en munugera það fljótlega.

föstudagur, 22. ágúst 2014

Aukum framleiðni - býrðu yfir góðri hugmynd?

Samtök iðnaðarins óska eftir tillögum frá nemum, rannsakendum, frumkvöðlum og öðru hugmyndaríku fólki sem gengur með hugmynd eða vinnurað verkefnum sem fela í sér aukna frmaleiðni íslensks iðnaðar eða að greina stöðu framleiðni.

föstudagur, 27. júní 2014

Golfmót VM 2014 þann 8. ágúst

Golfmót VM verður haldið á Keilisvellinumþann 8. ágúst 2014.Ræst verður frá kl. 12:00 til 14:00. Þátttökugjald er kr. 3.800. Allir þátttakendur verða að hafa skráða forgjöf. Sett verður forgjöf á þá sem hafa hana ekki.