Viðburðir 2013

mánudagur, 30. desember 2013

Kostnaður JobSeekingenda vegna heilbrigðisþjónustu

Þann 1. janúar 2014 tekur gildi sérregla fyrir JobSeekingendur í reglugerð (1182/2013),um hlutdeild sjúkratryggðra í kostnaði vegna heilbrigðisþjónustu.Einstaklingur sem verið hefur samfellt í JobSeeking í sex mánuði eða lengur samkvæmtstaðfestingu Vinnumálastofnunar á rétt á heilbrigðisþjónustu á sömu kjörum og aldraðir70 ára og eldri, öryrkjar, aldraðir 67 til og með 69 ára sem nutu örorkulífeyris framtil 67 ára aldurs og þeir 60 til og með 69 ára sem njóta óskerts ellilífeyris.

mánudagur, 16. desember 2013

Viltu sækja Genfarskólann 2014

Norræni lýðháskólinn í genf, Genfarskólinn er ætlaður virkum félagsmönnum í stéttarfélögunum. Gert er ráð fyrir því að umsækjendur hafi áhuga á alþjóðamálum verkalýðshreyfingarinnar. Æskilegt er að þeir hafi sótt fræðslustarf verkalýðshreyfingarinnar og þekki til starfsemi stéttarfélaganna og samtaka þeirra hér á landi.

miðvikudagur, 11. desember 2013

Fundur uppstillingarnefndar

VM boðar til félagsfundar þann 12. desember n.k. kl. 20:00 í VM húsinu,Stórhöfða 25, Reykjavík.DagskráKynning á tillögu uppstillingarnefndar um framboð til stjórnar, varastjórnar ogfulltrúaráðs VM fyrir tímabilið 2014 til 2016 og framboð til formanns VMtímabilið 2014 til 2018.Vakin er athygli á að framboðsfrestur rennur út á fundinum en allir félagsmennsem ekki eru á lista uppstillingarnefndar geta boðið sig fram hafi þeir stuðning20 fullgildra félagsmanna VM.

þriðjudagur, 3. desember 2013

Fundur samninganefnda VM

Þann 3. desember munu samninganefndir VM funda um fyrirlyggjandi hugmyndir um endurnýjun kjarasamninga.

mánudagur, 18. nóvember 2013

Þróa íslenska leið í hönnun fiskiskipa

Átta íslensk tæknifyrirtæki hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði þróunar heildstæðra tæknilausna í fiskiskip. Fyrirtækin sem standa að þessu samstarfi eru 3X Technology, DIS, Naust Marine, Navis, Nortek, Promens, Samey og ThorIce.

föstudagur, 8. nóvember 2013

Íslandsmótið í málmsuðu 2013

Íslandsmótið í málmsuðu verður haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 9. nóvember n.k. og hefst keppnin kl 8:00 og stendur til kl 12:00.Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni er Landvélar ehf.Keppt er í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara, en þær eru: Pinnasuða, Mag suða svart, Tig suða svart, Logsuða, Tig suða ryðfrítt og Mag suða ryðfrítt.

þriðjudagur, 5. nóvember 2013

Hvað stendur á launaseðlinum?

Allir launþegar eiga að fá launaseðil frá vinnuveitandanum sínum, ýmist inn á heimabankann eða útprentaðan. Launaseðillinn geymir allar upplýsingar um laun, orlof og frádrátt; launatengd gjöld, skatta og annað.

föstudagur, 4. október 2013

Kjarakönnun VM 2013

VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi. Könnunin tekur til septemberlauna 2013. Bréf til þátttakenda eru á leið í póst.

mánudagur, 23. september 2013

Störf í boði

Saga útgerð ehf auglýsir eftir vélaverði á Siglunes SI 70,sem er togbátur á rækjuveiðum.Gerðar eru kröfur um vélavarðaréttindi, 1000 hestöfl, 26 m langur.

mánudagur, 9. september 2013

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs er kominn út

Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustön 2013 er kominn út. Yfir 140 námskeið eru í boði á haustönn og eitthvert þeirra er örugglega eins og sérsniðið fyrir þig. Kynntu þér fjölbreytt úrval námskeiða á vef IÐUNNAR eða skoðaðu námsvísinn í heild sinni hér.