föstudagur, 8. nóvember 2013
Íslandsmótið í málmsuðu verður haldið í Borgarholtsskóla laugardaginn 9. nóvember n.k. og hefst keppnin kl 8:00 og stendur til kl 12:00.Aðalstyrktaraðili keppninnar að þessu sinni er Landvélar ehf.Keppt er í sex suðuaðferðum til Íslandsmeistara, en þær eru: Pinnasuða, Mag suða svart, Tig suða svart, Logsuða, Tig suða ryðfrítt og Mag suða ryðfrítt.
þriðjudagur, 5. nóvember 2013
Allir launþegar eiga að fá launaseðil frá vinnuveitandanum sínum, ýmist inn á heimabankann eða útprentaðan. Launaseðillinn geymir allar upplýsingar um laun, orlof og frádrátt; launatengd gjöld, skatta og annað.
föstudagur, 4. október 2013
VM hefur falið Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands að sjá um framkvæmd kjarakönnunar á meðal félagsmanna VM sem starfa í landi.
Könnunin tekur til septemberlauna 2013.
Bréf til þátttakenda eru á leið í póst.
mánudagur, 23. september 2013
Saga útgerð ehf auglýsir eftir vélaverði á Siglunes SI 70,sem er togbátur á rækjuveiðum.Gerðar eru kröfur um vélavarðaréttindi, 1000 hestöfl, 26 m langur.
mánudagur, 9. september 2013
Námsvísir IÐUNNAR fræðsluseturs fyrir haustön 2013 er kominn út. Yfir 140 námskeið eru í boði á haustönn og eitthvert þeirra er örugglega eins og sérsniðið fyrir þig. Kynntu þér fjölbreytt úrval námskeiða á vef IÐUNNAR eða skoðaðu námsvísinn í heild sinni hér.