Viðburðir 2012
föstudagur, 28. desember 2012
Einingaverð Samherja fyrir útfluttar botnfiskafurðir á árunum 2007-2012 var að jafnaði hærra en annarra útflytjenda. Að ósk Samherja greindi IFS Ráðgjöf (þjónustu- og ráðgjafarfyrirtæki á sviði fjármála og greininga) allan fiskútflutning Íslendinga frá 2007 til og með ágúst 2012. Stjórnendur Samherja segja þessar niðurstöðu hnekkja fullyrðingu Seðlabanka Íslands um að fyrirtækið hafi flutt út fisk á undirverði.
fimmtudagur, 20. desember 2012
Hagstofa Íslands hefur birt niðurstöður athugana á afkomu fiskveiða og fiskvinnslu fyrir árið 2011. Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns eða EBITDA) sem hlutfall af heildartekjum sjávarútvegsins jókst milli áranna 2010 og 2011. Í fiskveiðum og -vinnslu hækkaði þetta hlutfall (án milliviðskipta) úr 28,9% í 30,3%, í fiskveiðum lækkaði hlutfallið úr 26,6% árið 2010 í 26,4% af tekjum árið 2011 en hækkaði í fiskvinnslu úr 16,1% í 19,1%.
fimmtudagur, 20. desember 2012
Á heimasíðu ASÍ má sjá rökin fyrir gagnrýni ASÍ á ríkisstjórnina sem sett var fram í auglýsingu í síðustu viku.
Smellið hér til að sjá rökin.
miðvikudagur, 19. desember 2012
Rannsóknarnefnd sjóslysa (RNS) hefur tekið fyrir nokkur mál þar sem stjórnendur báta sofna á siglingu. Nefndin telur ástæðu til að hafa af þessu áhyggjur og að athuga þurfi hvað hægt sé að gera til að snúa þessari þróun við áður en manntjón verður.
mánudagur, 17. desember 2012
Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.Reykjavík, 27. desember Í húsi VM að Stórhöfða 25 - 4. hæð, klukkan 17:00.Dagskrá : málefni vélstjóra á sjó.Akureyri, 28. desember á Hótel KEA, klukkan 17:00. Tengiliður Jón Jóhannsson.
mánudagur, 19. nóvember 2012
Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu var ráðstefna á Hótel Selfoss sem fór fram dagana 2. og 3. nóvember 2012.
Ráðstefnan var sett kl 13:00, föstudaginn 2. nóvember, með inngangi formanns VM og erindum Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ, og Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra SA, um m.
föstudagur, 21. september 2012
Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu er ráðstefna á Hótel Selfoss dagana 2. og 3. nóvember.