18.11.2022

Lítið sem ekkert til skiptanna?

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. að samningafloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, VM, RSÍ og Samiðn

Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í vikunni kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda.

Á sama tíma segir fjármálaráðherra að gjöld sem ríkið innheimtir þurfi að hækka sem nemur verðbólgunni, sveitarfélögin hækka fasteignagjöld allt frá því sem nemur verðbólgu og upp í rúm 20%, fyrirtæki skiluðu mörg hver mjög góðum hagnaði í fyrra og einnig á fyrri part þessa árs og bankarnir auka vaxtamun hjá sér og skila gríðarlegum hagnaði. 

Á sama tíma er launafólki sagt að sama sem ekkert sé til skiptanna. 

Því spyr ég, hvernig ætla sveitarfélög, stjórnvöld og atvinnurekendur að stemma stigi við verðbólgu? 

Guðm. Helgi formaður VM