Pistlar 2022

svigrúm1.jpg

föstudagur, 18. nóvember 2022

Lítið sem ekkert til skiptanna?

Samninganefndir allra stéttarfélaga iðn- og tæknifólks hafa ákveðið að vísa kjaraviðræðum til ríkissáttasemjara en kjarasamningar hafa verið lausir síðan 1. nóvember sl. að samningafloti iðn- og tæknifólks standa MATVÍS, VM, RSÍ og Samiðn Stéttarfélög iðn- og tæknifólks hafa síðustu vikur reynt að ná nýjum kjarasamningi við Samtök atvinnulífsins en í vikunni kom endanlega í ljós að of langt er á milli viðsemjenda.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 11. nóvember 2022

Staðan í kjaraviðræðum almenna samningsins 11.11.22

Almenni kjarasamningur VM er búinn að vera laus síðan 1. nóvember og fara samningaviðræður hægt af stað.  Uppi hafa verið hugmyndir hjá atvinnurekendum að gott væri að semja til skammstíma núna vegna ástandsins sem er í heiminum, iðnaðarmannafélögin hafa verið til í að skoða þann möguleika en ljóst er að samningsaðilar báðum megin borðsins verða að leggja sig fram að klára það fljótt og örugglega.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 28. október 2022

Staðan í kjaraviðræðum

Staða kjaraviðræðna er sú í dag að búið að er halda nokkra samningafundi með Samtökum atvinnulífsins þar sem kröfugerð og samningsmarkmið hafa verið lögð fram. Síðast var fundað í þessari viku og hefur næsti fundur verið boðaður í byrjun næstu viku.

VIRK logo1280x720.jpg

mánudagur, 19. september 2022

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Hlutverk VIRK Starfsendurhæfingarsjóðs Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga með heilsubrest sem stefna að aukinni þátttöku á vinnumarkaði. VIRK veitir markvissa og árangursríka þjónustu á sviði starfsendurhæfingar VIRK nýtir þekkingu, rannsóknir og reynslu til að tryggja samþætta, árangursríka og örugga þjónustu VIRK veitir þjónustu í samstarfi við stéttarfélög, fagaðila, fyrirtæki og stofnanir um allt land VIRK vinnur með atvinnulífinu að því að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga með skerta starfsgetu VIRK stuðlar að auknum rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar VIRK sinnir forvörnum, þróunarverkefnum og fræðslu með það að markmiði að koma í veg fyrir brottfall einstaklinga af vinnumarkaði.

Gudmundur Helgi-1.jpg

laugardagur, 11. júní 2022

Sjómenn og sjómannsfjölskyldur til hamingju með daginn

Síðastliðin tvö ár hefur skipulagðri dagskrá Sjómannadagsráðs höfuðborgarsvæðisins verið aflýst vegna samkomutakmarkanna út af covid 19 faraldrinum, eins og víðast annars staðar. Því er það mjög gleðilegt að við getum aftur farið að halda upp á daginn með skipulagðri dagskrá.

Gudmundur Helgi-1.jpg

sunnudagur, 5. júní 2022

Ofurgróði og samþjöppun.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherrav ar að skipa annarsvegar stóra samráðsnefnd með aðkomu allra þingflokka og helstu hagsmunaaðila en líka sérfræðingahópa sem eru ekki með beinar flokkspólitískar tengingar.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 18. mars 2022

Staða kjarasamninga

Fjölmargir kjarasamningar eru að losna á þessu og næsta ári. Grátkór atvinnurekanda er því byrjaður á sínu reglubundna væli að hér á landi er ekki hægt að hækka laun og ekkert er til skiptanna, ábyrgð launafólks á hagkerfinu er algjör.

GudmHelgi-web.jpg

föstudagur, 11. mars 2022

Af réttinda minni sjómönnum og arðgreiðslusugum!

Í morgun þegar ég borðaði morgunmatinn yfir blöðunum þá varð mér gjörsamlega misboðið, ég varð svo reiður að ég hef ekki treyst mér til að skrifa þennan pistil fyrr en núna. Kjarasamningar snúast um það að atvinnulífið og launafólk skipti með sér þeim ábata sem myndast og það er á hreinu að ábati sjómanna af heildarkökunni er alltaf að minnka.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 4. mars 2022

Föstudagspistill 4.3.2022

Stundum er gott að líta um öxl og meta það sem gert hefur verið. Eitt af því sem samið var um í síðustu samningum við SA var hagvaxtarauki. Það er launaauki á grundvelli þróunar vergrar landsframleiðslu á hvern íbúa.