Pistlar 2019
föstudagur, 20. desember 2019
Þessi pistill birtist fyrst í jólablaði VM sem er verið að bera út til félagsmanna þessa dagana.
2019 er að renna sitt skeið á enda. Þetta var stórt kjarasamningaár en búast má við því að 2020 verði það einnig.
föstudagur, 13. desember 2019
Það er alltaf gott að setjast niður í lok vikunnar til að skoða hverju félagið áorkaði í vikunni.
Á mánudag var kynning á nýjum kjarasamning í Orkuveitu Reykjavíkur fyrir félagsmenn VM, Samiðnar og Rafiðnaðarsambandsins.
föstudagur, 6. desember 2019
Enn var skrifað undir kjarasamninga, í þessari viku var skrifað undir við Orkuveitu Reykjavíkur og undirfyrirtæki. VM á tvo kjarasamninga við Orkuveitu Reykjavíkur, einn vegna vélfræðinga og hinn er vegna málmtæknimanna.
föstudagur, 29. nóvember 2019
Lunginn úr síðustu viku fór í fund hjá IndustriAll Europe sem að þessu sinni var haldinn í Finnlandi. Þar sem ég sat ásamt Áslaugu R. Stefánsdóttur skrifstofustjóra VM.
Aðal málefni fundarins var umgjörð um lágmarkslaun og kjarasamninga heilt yfir í evrópu.
laugardagur, 23. nóvember 2019
Því miður fór það svo þessa vikuna að föstudagspistillinn breyttist í laugardagspistil.
Þessi vika einkendist minna af kjaramálum en undanfarnar vikur þrátt fyrir að fjölmargir félagsmenn VM séu enn samningslausir.
föstudagur, 15. nóvember 2019
Síðasta vika var aðeins rólegri hvað beinar kjarasamningaviðræður varðar en síðustu vikur.
Það var þó fundað í deilunni við ÍSAL, og með Sambandi Íslenskra Sveitarfélaga, sem endaði með undirritun á kjarasamningi á miðvikudagskvöld.
föstudagur, 8. nóvember 2019
Eftir þrjár vikur í röð þar sem skrifað var undir kjarasamning fyrir hönd félagsmanna VM þá var því miður ekki skrifað undir neinn kjarasamning í þessari viku.
Það var þó ýmislegt annað sem gerist hjá VM en að skrifa undir kjarasamninga.
föstudagur, 1. nóvember 2019
Þetta er þriðja vikan í röð þar sem skrifað er undir kjarasamning, í vikunni náðist saman á milli VM, Rafiðnaðarsambandsins og Samiðnar annarsvegar og Landsvirkjun hinsvegar, skrifað verður undir samninginn í dag, föstudaginn 1 nóvember.
föstudagur, 25. október 2019
Það er ekki hægt að segja annað en að vikan á skrifstofu VM hafi verið viðburðarrík. Vikan hófst á fundi samráðshóps ASÍ og SA um lífeyrismál.
Kosning hófst vegna kjarasamnings vélstjóra á kaupskipum sem skrifað var undir í síðustu viku og stendur til 7. nóvember.
föstudagur, 18. október 2019
Oft þegar sagðar eru fréttir af því hvað stéttarfélög gera þá gleymast hefðbundin verkefni félagsins. VM er heppið að hafa frábært starfsfólk sem sinnir sjóðum félagsins, orlofskostum, kjara- og menntamálum og almennri þjónustu við félagsmenn, Fjölmargir félagsmenn nýta sér þjónustu félagsins í hverri viku hvort sem félagsmönnum vantar hjálp vegna veikinda, styrk til að bæta við sig þekkingu eða spyrja um kjara- og réttindamál.