7.12.2018
Sjómenn eiga að fá sinn hlut!
Í gær féll dómur í Hæstarétti Íslands um að að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem tvö útgerðarfélög urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda.
Hæstiréttur Íslands snéri þar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf og Ísfélagið í Vestmannaeyjum urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda í makríl.
Páll Guðmundsson, framkvæmdarstjóri útgerðarfélagsins Huginn ehf. sagði í samtali við mbl.is eftir niðurstöðu dómsins. “Þetta er stórsigur, það er ekki hægt að segja annað. Ég er mjög ánægður með þetta, réttlætinu var náð”. Einnig kemur fram í fréttinni að endurskoðunarfyrirtækið Deloitte meti hagnaðarmissir félaganna um 2,6 milljarða íslenskra króna samtals.
Í mínum huga er það ljóst að ef útgerðirnar eiga rétt á skaðabótum vegna fjártjóns vegna ólögmætrar úthlutunar þá hljóti þær bætur að koma til skipta. Sjómenn hljóta að hafa orðið fyrir sama skaða og útgerðarmenn. Réttlætið þarf að ná alla leið!
Skoðun VM er einföld, ef útgerðarfyrirtæki fá bætur frá íslenska ríkinu þá er það krafa að sjómenn fái sinn hlut í þeim bótum sem verða dæmdar. Þannig á hlutaskiptakerfið að virka.