föstudagur, 28. desember 2018
Áramótakveðja
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks VM óskum við félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks VM óskum við félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Í nóvember hófust samningaviðræður á milli launafólks og atvinnurekanda um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði SGS og VR byrjuðu fyrst að ræða við SA. Þann 30. nóvember var fyrsti fundur á milli iðnaðarmannafélaganna og SA.
Í gær féll dómur í Hæstarétti Íslands um að að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem tvö útgerðarfélög urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda. Hæstiréttur Íslands snéri þar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf og Ísfélagið í Vestmannaeyjum urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda í makríl.