Pistlar 03 2018

GR-grar-jakki-port.jpg

mánudagur, 5. mars 2018

Tímasetningin valin

Niðurstaðan sem varð á formannafundi ASÍ, um að segja ekki upp kjarasamningum, var val um dagsetningu til að fara í endurnýjun gildandi kjarasamninga. Það má líka halda því til haga að þó svo að niðurstaða ASÍ hefði verið að segja upp samningum, þá hefði SA getað vísað ágreiningum um forsendubrest í Félagsdóm.