Pistlar 01 2018

170126-122740-port-Edit.jpg

þriðjudagur, 30. janúar 2018

Spennan hleðst upp

Það styttist í að sambönd og stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum taki afstöðu til þess hvort kjarasamningum verði sagt upp eða ekki, en sú ákvörðun á að liggja fyrir í lok febrúar n.k. Reyndar er forsendubrestur til staðar frá því í febrúar á síðasta ári en þá var ákveðið að segja ekki upp samningum.