Pistlar 2018

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 28. desember 2018

Áramótakveðja

Fyrir hönd stjórnar og starfsfólks VM óskum við félagsmönnum, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.

Gudmundur Helgi-1.jpg

fimmtudagur, 20. desember 2018

Horfur í samningamálum

Í nóvember hófust samningaviðræður á milli launafólks og atvinnurekanda um nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði SGS og VR byrjuðu fyrst að ræða við SA. Þann 30. nóvember var fyrsti fundur á milli iðnaðarmannafélaganna og SA.

Gudmundur Helgi.JPG

föstudagur, 7. desember 2018

Sjómenn eiga að fá sinn hlut!

Í gær féll dómur í Hæstarétti Íslands um að að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem tvö útgerðarfélög urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda. Hæstiréttur Íslands snéri þar við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og komst að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið bæri skaðabótaábyrgð á fjártjóni sem útgerðarfélögin Huginn ehf og Ísfélagið í Vestmannaeyjum urðu fyrir vegna ólögmætrar úthlutunar aflaheimilda í makríl.

Gudmundur Helgi-1.jpg

þriðjudagur, 27. nóvember 2018

Veiðigjöld, tækniþróun og heilsa!

Á undanförnum árum hefur verið aukin krafa í útgerð um aukna hagræðingu og hagnað, hefur það komið fram í fækkun skipa eða með því að fækka í áhöfnum skipa. Um helgina kom svo enn ein tilkynningin sem var frá Útgerðarfélagi Reykjavíkur um uppsagnir og sölu á frystiskipinu Guðmundi í nesi.

Gudmundur Helgi-1.jpg

föstudagur, 14. september 2018

Mannsal viðgengst á Íslandi

Á undanförnum árum hefur starfsemi starfsmannaleiga aukist mikið sérstaklega í þeim geirum sem vaxið hafa mikið og má þar t.d nefna mannvirkjagerð og ferðaþjónustu. Það getur verið mikilvægt fyrir land eins og Ísland á þeim tímum þegar ör vöxtur er að fá erlent vinnuafl til starfa.

GudmHelgi-web.jpg

laugardagur, 2. júní 2018

Hvað má og hvað má ekki

Nú hafa ráðherrarnir Bjarni Benediktsson og Katrín Jakobsdóttir brugðist við góðri 1. maí ræðu Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. Bjarni sagði í mbl. 3. maí að kröfur sem heyrðust í ræðu Ragnars snúa að allt öðru „og hafa ekkert með kjarasamninginn að gera, og menn boða verkföll vegna slíkra mála, sýnist mér hæpið að slíkt standist lög og spurning hvort menn eru að berjast á réttum vettvangi.

Gudmundur Helgi-1-net.jpg

fimmtudagur, 26. apríl 2018

Guðmundur Helgi nýr formaður VM

Ég er vélfræðingur og hef starfað bæði til sjós og lands. Kjara- og réttindamál hafa lengi verið mér hugleikin og ég legg áherslu á að þar sækjum við fram. Frá stofnun VM hef ég verið fulltrúi í aðalstjórn VM og þar áður um árabil í stjórn Vélstjórafélags Íslands.

GR-grar-jakki-port.jpg

fimmtudagur, 5. apríl 2018

Samninganefnd fyrir almenna kjarasamning VM við SA

Fyrir rúmum þremur vikum var sent bréf á trúnaðarmenn til að hengja upp á  vinnustöðum, þar sem kallað var eftir einstaklingum í samninganefnd almenna kjarasamnings VM við SA. Framundan eru mjög krefjandi verkefni við að endurnýja gildandi kjarasamning.

GR-grar-jakki-port.jpg

mánudagur, 5. mars 2018

Tímasetningin valin

Niðurstaðan sem varð á formannafundi ASÍ, um að segja ekki upp kjarasamningum, var val um dagsetningu til að fara í endurnýjun gildandi kjarasamninga. Það má líka halda því til haga að þó svo að niðurstaða ASÍ hefði verið að segja upp samningum, þá hefði SA getað vísað ágreiningum um forsendubrest í Félagsdóm.

170126-122740-port-Edit.jpg

þriðjudagur, 30. janúar 2018

Spennan hleðst upp

Það styttist í að sambönd og stéttarfélög á almenna vinnumarkaðnum taki afstöðu til þess hvort kjarasamningum verði sagt upp eða ekki, en sú ákvörðun á að liggja fyrir í lok febrúar n.k. Reyndar er forsendubrestur til staðar frá því í febrúar á síðasta ári en þá var ákveðið að segja ekki upp samningum.