Pistlar 2016
mánudagur, 19. desember 2016
Kjarasamningurinn sem mikill meirihluti samninganefndar VM skrifaði undir við Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), var felldur í atkvæðagreiðslu sem lauk s.l. föstudag. Meginrökin með undirskriftinni voru þau að í þessari atrennu hefði náðst mikilvægar breytingar á verðlagsmálunum og rétt væri að láta reyna á breytingarnar með samningi til skamms tíma.
föstudagur, 18. nóvember 2016
Kjarasamningur vélstjóra á fiskiskipum var undirritaður mánudaginn 14. nóvember sl. Kosning um samninginn er hafin og henni líkur 16. desember n.k.
Eftir að hafa ekki gert kjarasamning við útgerðina í átta ár var mikið sem lá undir og þyngst af því var að gera breytingar á verðlagsmálum á fiski upp úr skipi.
föstudagur, 28. október 2016
Forstjóri, og einn aðaleigandi Samherja, birtir miklar sundurliðanir á launum sjómanna og vélstjóra á heimasíðu fyrirtækisins. Hann bendir á þá staðreynd að þegar samana fara hagstætt gengi og góð veiði hafa sjómenn há laun, enda á svo að vera.
mánudagur, 17. október 2016
Það er ánægjulegt að sjá hversu góð þátttaka var í kosningu um boðun verkfalls hjá vélstjórum á fiskiskipum og hve niðurstaðan er afgerandi. Þessi niðurstaða, 71,8% þátttaka og 90,8% sem samþykkja að boða verkfall, hlýtur að vera viðsemjendum okkar alvarleg áminning um að að setjast að samningaborðinu með öðru hugarfari en okkur hefur verið sýnt frá 2011.
Með þessa niðurstöðu munum við koma af fullum krafti í að fá alvöru viðræður við okkar viðsemjendur og fara í aðgerðir verði ekki búið að semja fyrir boðað verkfall.
miðvikudagur, 28. september 2016
Í framhaldi af síðasta pistli mínum, þar sem ég enn og aftur fjallaði um ógagnsæi í verðlagningu á afla upp úr skipi og stöðu þeirra mála þegar útgerðir eru með allt ferlið á einni hendi.
Það er veiðarnar, vinnsluna og sölumálin og engin hefur eftirlit með hvort afurðarverðin, sem verið er að selja sjávarauðlindina úr landi á, sé á markaðsverðum sem aðrar þjóðir selja sínar afurðir á.
mánudagur, 12. september 2016
Nú liggur fyrir að samninganefnd vélstjóra á fiskiskipum ætlar að kalla eftir heimild til vinnustöðvunar. Kosningunni líkur 17. október n.k og ef hún verður samþykkt mun verkfall vélstjóra hefjast 10. nóvember 2016 kl.
mánudagur, 12. september 2016
Nú liggur fyrir að samninganefnd vélstjóra á fiskiskipum ætlar að kalla eftir heimild til vinnustöðvunar. Kosningunni líkur 17. október n.k og ef hún verður samþykkt mun verkfall vélstjóra hefjast 10. nóvember 2016 kl.
fimmtudagur, 28. júlí 2016
VM hefur ekki skrifað undir kjarasamning við SFS og mun ekki verða tekin afstaða til þess fyrr en eftir fund samninganefndar vélstjóra á fiskiskipum 9. ágúst næstkomandi. Ástæða þess að VM skrifaði ekki undir með Sjómannasambandinu og FFSÍ, voru vinnubrögðin sem viðhöfð voru af hálfu SSÍ í aðdraganda samningsins sem þeir skrifuðu undir.
þriðjudagur, 5. apríl 2016
Það er ekki í fyrsta skipti nú í íslensku samfélagi sem fer af stað umræða um óréttlæti og /eða spillingu eins og nú er vegna eigna sem faldar eru erlendis. Væntanlega í þeim eina tilgangi að losna undan því að greiða skatta af eignum eða tekjum af þeim.
föstudagur, 4. mars 2016
Einn af hornsteinum kjarabaráttu á Íslandi hefur verið krafan um að greidd séu sömu laun fyrir sömu vinnu. Þess vegna urðu mikil umskipti, nú í vikunni, fyrir starfsfólk sem vinnur við lestun og losun skipa.