fimmtudagur, 31. desember 2015
Áramótakveðja
Óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári.
Ég óska félagsmönnum VM, fjölskyldum þeirra og landsmönnum öllum gleðilegra jóla.
Ákvörðun samninganefndar starfsmanna í ÍSAL um að aflýsa boðaðri ótímabundinni vinnustöðvun var það eina rétta sem hægt var að gera eins og málin hafa þróast í viðræðum við fyrirtækið. Það var orðið ljóst að fyrirtækið ætlaði ekki að semja við okkur og við þær aðstæður getur verkfall skaðað okkar félagsmenn meira en fyrirtækið.
Eftir tuttugu og átta fundi hjá Ríkissáttasemjara vegna kröfu starfsmanna í ÍSAL um að fá sömu launahækkanir og hafa verið á almennum vinnumarkaði, liggur ljóst fyrir að fyrirtækið ætlar ekki að semja, nema þvinga fram umtalsverðar breytingar í þá átt, að koma sem flestum fastráðnum starfsmönnum út og fá verktaka í störfin.
Á heimasíðu VM er fjallað um ráðningarsamning sem félagið fékk frá Vinnumálastofnun til umsagnar. Óskað var eftir aðstoð ASÍ við að greina samninginn og er greinagerð ASÍ birt á heimasíðunni. VM hefur undanfarna mánuði unnið að málum er varða starfsmannaleigur og óskráða erlenda starfsmenn.
Niðurstaðan í atkvæðagreiðslunni um nýjan kjarasamning félagsins við Samtök atvinnulífsins er í samræmi við þau viðbrögð sem ég varð var við meðal félagsmanna.Fyrri samningurinn var felldur með afgerandi hætti en þessi var samþykktur með litlum meirihluta, eins og fram kemur hérna á heimasíðu félagsins.
Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins var undirritaður fimmtudaginn 3. september. Þessi samningur er með lagfæringum á fyrri samningi sem felldur var með afgerandi hætti hjá félagsmönnum VM fyrr á árinu.
Það er þrautinni þyngri að átta sig á því hvaða launastefna er ríkjandi á íslenskum vinnumarkaði. Enn á eftir að ganga frá fjölmörgum samningum og vinnuveitendur virðast flokka viðsemjendur sína eftir einhverri óskilgreindri hentistefnu.
Nú liggur fyrir niðurstaða kosninga um almennan kjarasamning VM við SA. Samningurinn var felldur með afgerandi hætti. Þátttakan var mjög góð miðað við kosningu um kjarasamning og niðurstaðan skýr.Ef lesa á í það sem félagsmenn eru mest óánægðir með er það launaþróunartryggingin og lág dagvinnulaun.
Samninganefnd VM um almenna samning félagsins við Samtök atvinnulífsins, komst að þeirri sameiginlegu niðurstöðu að ekki yrði lengra komist í þeim kjaraviðræðum sem höfðu verið í gangi. Því var það niðurstaða samninganefndarinnar að skrifa undir kjarasamninginn og vísa honum til kosninga meðal félagsmanna.