mánudagur, 24. september 2012
Átakavetur
Komandi vetur mun væntanlega verða mikill átakatími í íslensku samfélagi, kosningar næsta vor og afstöðu þarf að taka til forsenduákvæða kjarasamninga í janúar 2013. Það er erfitt að leggja heilstætt mat á stöðuna í samfélaginu eins og hún er í dag eftir hrunið 2008, því mjög misvísandi upplýsingar eru birtar um ólíka málaflokka.