Fréttir

föstudagur, 26. október 2012

Frétt frá VIRK

Áfallasaga ofurkonu 24.október 2012  Sigríður Lárusdóttir Hún kemur til dyra svo einörð og hreinskiptin í fasi að mér finnst við alltaf hafa þekkst. Sigríður Lárusdóttir lífeindafræðingur, fædd 1964, hefur lent í miklum erfiðleikum undanfarna mánuði.

þriðjudagur, 16. október 2012

Fulltrúaráðsfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins

Í lok september kallaði stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins fulltrúaráð sitt til haustfundar. Í ljósi vaxandi umræðu í þjóðfélaginu um lífeyriskerfið og stöðu lífeyrissjóðanna vildi stjórnin leita eftir skoðunum fulltrúaráðsins.

miðvikudagur, 19. september 2012

Þörungaverksmiðjan leitar að vélstjóra

Þörungaverksmiðjan hf auglýsir eftir Yfirvélstjóra og viðhaldstjóra. Starfið felst aðallega í vélstjórn og viðhaldi á þangflutningaskipinu Gretti BA, auk þess sem viðkomandi sér um viðhald á þangskurðarprömmum félagsins, viðhaldi í verksmiðjunni á Reykhólum og önnur tilfallandi störf hjá fyrirtækinu.

þriðjudagur, 18. september 2012

Kjararáðstefna VM

Stjórn VM hefur ákveðið að leggja af stað með viðamikið og metnaðarfullt starf til undirbúnings kjarasamningsviðræðna sem hefjast árið 2014. Fyrsta skrefið í verkefninu er ráðstefna á Hótel Selfoss dagana 2. og 3. nóvember.

fimmtudagur, 30. ágúst 2012

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda

Kjarasamningur við Landssamband smábátaeigenda um störf á smábátum var undirritaður í húsnæði Ríkissáttasemjara þann 29. ágúst 2012.Viðræður um samninginn hafa verið undir stjórn Ríkissáttasemjara frá því í maí á þessu ári, en aðilar höfðu átt í viðræðum um lengri tíma.

fimmtudagur, 23. ágúst 2012

Kæliver ehf auglysir eftir mönnum

Kæliver ehf auglýsir eftir vélstjóra/vélvirkja í þjónusta og viðgerðir á kælikerfum fyrir ýmsar gerðir kælimiðla þ.m.t ammoníak.

Logo VM með texta

fimmtudagur, 25. mars 2021

Móttaka skrifstofu VM lokuð um óákveðinn tíma

Vegna hertra sóttvarnaraðgerða verður móttaka skrifstofu VM lokuð frá og með fimmtudeginum 25. mars um óákveðinn tíma. Við munum kappkosta að veita eins góða þjónustu og mögulegt er í gegnum síma og tölvupóst.