föstudagur, 28. desember 2012
Í tilefni af 75 ára afmæli Sjómannadagsráðs þann 25. nóvember 2012 lét Sjómannadagsráð gera afsteypu af listaverkinu Horft til hafs eftir Inga Þ. Gíslason. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannaráðs afhenti VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna eintak að gjöf á félagsfundi með sjómönnum í gærkvöldi, Guðmundur Ragnarsson veitti styttunni viðtöku fyrir hönd VM.
miðvikudagur, 19. desember 2012
Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.Reykjavík, 27. desember Í húsi VM að Stórhöfða 25 - 4. hæð, klukkan 17:00.Dagskrá : málefni vélstjóra á sjó.Akureyri, 28. desember á Hótel KEA, klukkan 17:00. Tengiliður Jón Jóhannsson.
mánudagur, 17. desember 2012
Félagsfundur verður haldinn í VM húsinu, Stórhöfða 25 Reykjavík, þriðjudaginn 18. desember kl. 20. Fundarefni: endurskoðun kjarasamninga þann 21. janúar 2013 og önnur mál.
miðvikudagur, 12. desember 2012
Stjórn VM samþykkti að veita Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fjárhagslegan stuðning fyrir jólin. Samþykkt var að veita Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð kr. 800.000 og Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr.