Fréttir

þriðjudagur, 15. janúar 2013

Afstaða til endurskoðun kjarasamninga

Miðvikudaginn 16.janúar mun fulltrúaráð VM taka afstöðu til endurskoðun kjarasamninga.Föstudaginn næstkomandi er formannafundur ASÍ þar sem kynnt verður afstaða félaganna um hvort kjarasamningar skulu standa eða þeim sagt upp.

miðvikudagur, 9. janúar 2013

Endurskoðun kjarasamninga

VM fékk fyrirtækið Outcome til gera viðhorfskönnun á meðal félagsmanna sem eru á þeim kjarasamningum sem koma til endurskoðunar þann 21. Janúar 2013. Um er að ræða rafræna könnun sem send er á þá félagsmen sem eru á tölvupóstfangalista félagsins.

föstudagur, 4. janúar 2013

Skýrsla um störf undanþágunefndar árið 2012

Komin er út skýrsla um störf undanþágunefndar fyrir árið 2012. Meðal þess sem er að finna í skýrslunni er hverir skipa nefndina, fjölda funda og heildarfjölda umsókna og fjölda samþykktra umsókna.Þeir sem vilja kynna sér skýrsluna betur geta skoðað hana hér.

miðvikudagur, 2. janúar 2013

Frétt frá VIRK

Þverfagleg og samhæfð þjónusta í starfsendurhæfingu skilar árangri – niðurstöður úr viðamiklu þróunarverkefni í Danmörku Í desember síðastliðnum var birt skýrsla með niðurstöðum úr viðamiklu endurkomu til vinnu (ETV) verkefni sem framkvæmt var í Danmörku 2009 – 2012. Verkefnið gengur undir nafninu „Det store TTA (Tilbage Til Arbejdsmarkedet)-projekt“ eða „Stóra ETV-verkefnið“ þar sem um er að ræða stærsta verkefni af þessu tagi á heimsvísu.

föstudagur, 28. desember 2012

Horft til hafs

Í tilefni af 75 ára afmæli Sjómannadagsráðs þann 25. nóvember 2012 lét Sjómannadagsráð gera afsteypu af listaverkinu Horft til hafs eftir Inga Þ. Gíslason. Guðmundur Hallvarðsson formaður Sjómannaráðs afhenti VM Félagi vélstjóra og málmtæknimanna eintak að gjöf á félagsfundi með sjómönnum í gærkvöldi, Guðmundur Ragnarsson veitti styttunni viðtöku fyrir hönd VM.

miðvikudagur, 19. desember 2012

Félagsfundir VM um jól og áramót

Félagsfundir VM um jól og áramót verða haldnir á eftirtöldum stöðum og tímum.Reykjavík, 27. desember Í húsi VM að Stórhöfða 25 - 4. hæð, klukkan 17:00.Dagskrá : málefni vélstjóra á sjó.Akureyri, 28. desember á Hótel KEA, klukkan 17:00. Tengiliður Jón Jóhannsson.

mánudagur, 17. desember 2012

Félagsfundur VM

Félagsfundur verður haldinn í VM húsinu, Stórhöfða 25 Reykjavík, þriðjudaginn 18. desember kl. 20. Fundarefni: endurskoðun kjarasamninga þann 21. janúar 2013 og önnur mál.

miðvikudagur, 12. desember 2012

Styrkir VM til hjálparsamtaka fyrir jólin 2012

Stjórn VM samþykkti að veita Hjálparstarfi kirkjunnar og Mæðrastyrksnefnd fjárhagslegan stuðning fyrir jólin. Samþykkt var að veita Hjálparstarfi kirkjunnar styrk að upphæð kr. 800.000 og Mæðrastyrksnefnd styrk að upphæð kr.